Sjö ára eltingarleik lokið? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. mars 2013 08:00 "Mér fannst gott að fá að handleika bikarinn og vonast til að upplifa þá tilfinningu aftur,” sagði Justin á blaðamannafundi í vikunni. Mynd/Valli „Ég tel okkur eiga góða möguleika. Bikarúrslitaleikurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Við höfum þegar spilað fyrir framan fleiri áhorfendur en munu mæta á nokkurn annan leik á árinu. Við spiluðum frábærlega gegn mjög góðu liði Grindavíkur. Síðan höfum við nýtt leikinn sem stökkbretti til að lyfta leik okkar á hærra stig," segir Justin Shouse. Það kom fáum á óvart að leikstjórnandinn var valinn í lið síðari umferðar Íslandsmótsins sem tilkynnt var í gær. Justin skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik í vetur auk þess að gefa 8,5 stoðsendingar að meðaltali. Stjörnuliðið það besta hingað til Bandaríkjamaðurinn, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2011, segir leikmenn Stjörnunnar hafa það sem til þurfi. „Ég hef tvisvar komist í úrslitaleikinn, Jovan Zdravevski sömuleiðis og hinir spiluðu í úrslitunum gegn KR 2011. Við þekkjum stóra sviðið og vonumst til að komast á það aftur. Við höfum sjálfstraustið og getuna en þurfum að nota það á réttan hátt." Aðspurður hvort Stjörnuliðið sé það besta síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum hugsar Justin sig um. Hafa verði í huga að reglur um útlendinga breytist á hverju ári. Nú sé liðið með tvo mjög góða útlendinga og flotta íslenska leikmenn. „Þetta er líklega besta lið Stjörnunnar síðan ég mætti í Garðabæinn. Við teljum okkur jafnoka hvaða liðs sem er í deildinni. Fólkið í Garðabæ reiknar með góðri frammistöðu hjá okkur."Megum ekki eyða tíma í væl Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum í fyrra eftir tap í fjórða leik á heimavelli gegn Grindavík. Í lokasókn Stjörnunnar töldu heimamenn brotið á Justin en ekkert var dæmt. „Við vörðum allir sumrinu í að hugsa um þessi augnablik," segir Justin hugsi. Leikurinn sé þó fjörutíu mínútur og ýmislegt gerist á þeim tíma. Leikurinn ræðst sjaldnast á einu augnabliki. Auk þess hafi liðið þegar verið búið að tapa tveimur leikjum í einvíginu svo ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara í þeim leikjum. „Sem hópur höfum við ákveðið að skoða mikilvægi hverrar einustu sóknar og varnar. Við megum ekki eyða tíma í að væla í dómurunum eða pirra okkur þegar skotin fara ekki ofan í. Við þurfum að einbeita okkur að næstu sókn eða vörn. Hver einasta getur ráðið því hvernig málin standa þegar uppi er staðið," segir Justin. Standi liðið sína plikt allan leikinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af dómgæslu eða klúðruðu skoti á lokaandartökum leiksins. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu en við höfum það samt hugfast. Það vill enginn ljúka keppni í ár líkt og við gerðum í undanúrslitunum í fyrra."Langar í bikarinn Justin hefur þrívegis orðið bikarmeistari hér á landi og var á síðasta ári valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Þann stóra vantar þó enn í safnið. „Engin spurning. Þetta er áttunda tímabilið mitt á Íslandi. Eftir eitt tímabil í næstefstu deild hef ég elst við þennan bikar í sjö ár," segir Justin. Markmiðið sé alltaf að ljúka tímabilinu með sigri í síðasta leik. „Það hefur ekki tekist enn hjá mér, hvorki hjá Snæfelli né Stjörnunni. Ég hef verið nálægt því og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að lyfta bikarnum á loft í lok tímabils."Justin Shouse og úrslitakeppnin Justin Shouse er að hefja sína sjöundu úrslitakeppni. Hann hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en varð bikarmeistari í þriðja sinn fyrr í vetur.2007 með Snæfelli - undanúrslit 2-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2008 með Snæfelli* - lokaúrslit (silfur) 0-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík2009 með Stjörnunni* - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Snæfelli2010 með Stjörnunni - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Njarðvík2011 með Stjörnunni - lokaúrslit (silfur) 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2012 með Stjörnunni - undanúrslit 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Grindavík2013 með Stjörnunni* - ??? Mætir Keflavík í átta liða úrslitum* Varð bikarmeistari þennan vetur39 leikir 20 sigrar - 19 töp6 unnin einvígi 6 töpuð einvígi Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
„Ég tel okkur eiga góða möguleika. Bikarúrslitaleikurinn gefur okkur mikið sjálfstraust. Við höfum þegar spilað fyrir framan fleiri áhorfendur en munu mæta á nokkurn annan leik á árinu. Við spiluðum frábærlega gegn mjög góðu liði Grindavíkur. Síðan höfum við nýtt leikinn sem stökkbretti til að lyfta leik okkar á hærra stig," segir Justin Shouse. Það kom fáum á óvart að leikstjórnandinn var valinn í lið síðari umferðar Íslandsmótsins sem tilkynnt var í gær. Justin skoraði 21,7 stig að meðaltali í leik í vetur auk þess að gefa 8,5 stoðsendingar að meðaltali. Stjörnuliðið það besta hingað til Bandaríkjamaðurinn, sem fékk íslenskan ríkisborgararétt sumarið 2011, segir leikmenn Stjörnunnar hafa það sem til þurfi. „Ég hef tvisvar komist í úrslitaleikinn, Jovan Zdravevski sömuleiðis og hinir spiluðu í úrslitunum gegn KR 2011. Við þekkjum stóra sviðið og vonumst til að komast á það aftur. Við höfum sjálfstraustið og getuna en þurfum að nota það á réttan hátt." Aðspurður hvort Stjörnuliðið sé það besta síðan hann gekk í raðir félagsins fyrir fimm árum hugsar Justin sig um. Hafa verði í huga að reglur um útlendinga breytist á hverju ári. Nú sé liðið með tvo mjög góða útlendinga og flotta íslenska leikmenn. „Þetta er líklega besta lið Stjörnunnar síðan ég mætti í Garðabæinn. Við teljum okkur jafnoka hvaða liðs sem er í deildinni. Fólkið í Garðabæ reiknar með góðri frammistöðu hjá okkur."Megum ekki eyða tíma í væl Stjarnan féll úr leik í undanúrslitum í fyrra eftir tap í fjórða leik á heimavelli gegn Grindavík. Í lokasókn Stjörnunnar töldu heimamenn brotið á Justin en ekkert var dæmt. „Við vörðum allir sumrinu í að hugsa um þessi augnablik," segir Justin hugsi. Leikurinn sé þó fjörutíu mínútur og ýmislegt gerist á þeim tíma. Leikurinn ræðst sjaldnast á einu augnabliki. Auk þess hafi liðið þegar verið búið að tapa tveimur leikjum í einvíginu svo ljóst er að ýmislegt hefði mátt betur fara í þeim leikjum. „Sem hópur höfum við ákveðið að skoða mikilvægi hverrar einustu sóknar og varnar. Við megum ekki eyða tíma í að væla í dómurunum eða pirra okkur þegar skotin fara ekki ofan í. Við þurfum að einbeita okkur að næstu sókn eða vörn. Hver einasta getur ráðið því hvernig málin standa þegar uppi er staðið," segir Justin. Standi liðið sína plikt allan leikinn þurfi ekki að hafa áhyggjur af dómgæslu eða klúðruðu skoti á lokaandartökum leiksins. „Við höfum ekki áhyggjur af þessu en við höfum það samt hugfast. Það vill enginn ljúka keppni í ár líkt og við gerðum í undanúrslitunum í fyrra."Langar í bikarinn Justin hefur þrívegis orðið bikarmeistari hér á landi og var á síðasta ári valinn besti leikmaður deildarinnar af leikmönnum hennar. Þann stóra vantar þó enn í safnið. „Engin spurning. Þetta er áttunda tímabilið mitt á Íslandi. Eftir eitt tímabil í næstefstu deild hef ég elst við þennan bikar í sjö ár," segir Justin. Markmiðið sé alltaf að ljúka tímabilinu með sigri í síðasta leik. „Það hefur ekki tekist enn hjá mér, hvorki hjá Snæfelli né Stjörnunni. Ég hef verið nálægt því og mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að lyfta bikarnum á loft í lok tímabils."Justin Shouse og úrslitakeppnin Justin Shouse er að hefja sína sjöundu úrslitakeppni. Hann hefur aldrei unnið Íslandsmeistaratitilinn en varð bikarmeistari í þriðja sinn fyrr í vetur.2007 með Snæfelli - undanúrslit 2-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2008 með Snæfelli* - lokaúrslit (silfur) 0-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Keflavík2009 með Stjörnunni* - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Snæfelli2010 með Stjörnunni - 8 liða úrslit 1-2 tap á móti Njarðvík2011 með Stjörnunni - lokaúrslit (silfur) 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í KR2012 með Stjörnunni - undanúrslit 1-3 tap á móti verðandi Íslandsmeisturum í Grindavík2013 með Stjörnunni* - ??? Mætir Keflavík í átta liða úrslitum* Varð bikarmeistari þennan vetur39 leikir 20 sigrar - 19 töp6 unnin einvígi 6 töpuð einvígi
Dominos-deild karla Mest lesið Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Leeds sló eigið stigamet Enski boltinn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ Körfubolti „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Íslenski boltinn „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Körfubolti „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar Sport Fleiri fréttir „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Körfubolti