Hvaða fjögur lið fara áfram í undanúrslitin? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2013 07:00 Fulltrúar liðanna átta með Íslandsbikarinn í vikunni. Mynd/Valli Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara KFÍ, og fulltrúa hinna þriggja liðanna sem komust ekki í úrslitakeppnina til þess að spá fyrir um hvernig átta liða úrslit Dominos-deildar karla munu spilast. Allir spá þeir Grindavík og Stjörnunni áfram í undanúrslit en það verður meiri spenna í hinum tveimur einvígunum ef marka má spá þeirra Péturs Más, Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Tindastóls, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, og Sveinbjörns Claessen, fyrirliða ÍR. Deildarmeistarar Grindavíkur ættu að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. „Ég vil að Skallagrímur vinni allavega heimaleikinn en ég held að þeir taki hann ekki og að þetta endi 2-0," sagði Pétur Már og allir hinir eru sammála honum. „Það hefur rosalega mikil áhrif á Þórsarana að Darri og Baldur eru ekki með og ég held að KR vinni oddaleikinn í Þorlákshöfn. Ég hef trú á hópnum hjá KR og þeir eru með góða leikmenn. Helgi og Finnur eru klárir strákar og geta náð að kokka eitthvað gott upp. Ef KR kemst í gegnum þessa fyrstu umferð er KR-liðið til alls líklegt," sagði Pétur Már um einvígi Þórs og KR. Hjalti er sammála honum en Helgi Rafn og Sveinbjörn spá Þór sigri. „Ég er svolítið hrifinn af Njarðvíkurliðinu núna og það er rosaleg orka í þessum strákum og mikill uppgangur þótt þeir hafi tapað síðasta leik í Hólminum. Ég segi að Njarðvík vinni þetta í oddaleik í Hólminum," sagði Pétur Már um einvígi Snæfells og Njarðvíkur. Sveinbjörn er sammála honum en Helgi Rafn og Hjalti spá Snæfelli sigri. „Stjarnan vinnur 2-0. Þetta verða slagsmálaleikir. Keflvíkingar eru með úrslitakeppnislið og þar eru strákar sem eru flottir undir hápressu en ég held að Keflavík sé ekki með nógu mikla breidd í þetta. Stjarnan er með reynslumikla leikmenn, á eftir að gera gott mót í úrslitakeppninni og fara alla leið," sagði Pétur um síðasta einvígið en allir spámenn Fréttablaðsins eru á því að Stjarnan fari áfram.Spáin fyrir 8 liða úrslitin 2013:Grindavík - Skallagrímur Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-0 Hjalti: 2-0 Sveinbjörn: 2-0Þór Þorl. - KR Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 1-2 Sveinbjörn: 2-0Snæfell - Njarðvík Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 1-2Stjarnan - Keflavík Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 2-0 Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira
Fréttablaðið fékk Pétur Má Sigurðsson, þjálfara KFÍ, og fulltrúa hinna þriggja liðanna sem komust ekki í úrslitakeppnina til þess að spá fyrir um hvernig átta liða úrslit Dominos-deildar karla munu spilast. Allir spá þeir Grindavík og Stjörnunni áfram í undanúrslit en það verður meiri spenna í hinum tveimur einvígunum ef marka má spá þeirra Péturs Más, Helga Rafns Viggóssonar, fyrirliða Tindastóls, Hjalta Þórs Vilhjálmssonar, þjálfara Fjölnis, og Sveinbjörns Claessen, fyrirliða ÍR. Deildarmeistarar Grindavíkur ættu að eiga greiða leið inn í undanúrslitin. „Ég vil að Skallagrímur vinni allavega heimaleikinn en ég held að þeir taki hann ekki og að þetta endi 2-0," sagði Pétur Már og allir hinir eru sammála honum. „Það hefur rosalega mikil áhrif á Þórsarana að Darri og Baldur eru ekki með og ég held að KR vinni oddaleikinn í Þorlákshöfn. Ég hef trú á hópnum hjá KR og þeir eru með góða leikmenn. Helgi og Finnur eru klárir strákar og geta náð að kokka eitthvað gott upp. Ef KR kemst í gegnum þessa fyrstu umferð er KR-liðið til alls líklegt," sagði Pétur Már um einvígi Þórs og KR. Hjalti er sammála honum en Helgi Rafn og Sveinbjörn spá Þór sigri. „Ég er svolítið hrifinn af Njarðvíkurliðinu núna og það er rosaleg orka í þessum strákum og mikill uppgangur þótt þeir hafi tapað síðasta leik í Hólminum. Ég segi að Njarðvík vinni þetta í oddaleik í Hólminum," sagði Pétur Már um einvígi Snæfells og Njarðvíkur. Sveinbjörn er sammála honum en Helgi Rafn og Hjalti spá Snæfelli sigri. „Stjarnan vinnur 2-0. Þetta verða slagsmálaleikir. Keflvíkingar eru með úrslitakeppnislið og þar eru strákar sem eru flottir undir hápressu en ég held að Keflavík sé ekki með nógu mikla breidd í þetta. Stjarnan er með reynslumikla leikmenn, á eftir að gera gott mót í úrslitakeppninni og fara alla leið," sagði Pétur um síðasta einvígið en allir spámenn Fréttablaðsins eru á því að Stjarnan fari áfram.Spáin fyrir 8 liða úrslitin 2013:Grindavík - Skallagrímur Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-0 Hjalti: 2-0 Sveinbjörn: 2-0Þór Þorl. - KR Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 1-2 Sveinbjörn: 2-0Snæfell - Njarðvík Pétur Már: 1-2 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 1-2Stjarnan - Keflavík Pétur Már: 2-0 Helgi Rafn: 2-1 Hjalti: 2-1 Sveinbjörn: 2-0
Dominos-deild karla Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Enski boltinn Leik lokið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Þór Ak. | Berjast um annað sætið Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Sjá meira