Fylgjast með útblæstri herflugvéla 23. mars 2013 07:00 Flugvél, eða vélar, frá bandaríska hernum hafa á árinu 2012 tekið á loft á Íslandi eða lent hér á leið sinni frá ríki utan EES. Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. [email protected] Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira
Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. [email protected]
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Innlent Fleiri fréttir Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Sjá meira