Slagurinn mun standa um forystuhlutverkið Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 29. apríl 2013 09:30 Forystumenn flokkanna hittust í umræðum á Stöð 2 í gærkvöldi. Engar formlegar viðræður eru hafnar um stjórnarmyndun. fréttablaðið/vilhelm Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim. Kosningar 2013 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Yfirgnæfandi líkur eru á samstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lýst því yfir að hann vilji láta reyna á slíka stjórn, enda sé það eina mögulega tveggja flokka stjórnarsamstarfið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn hins vegar munu láta málefnin ráða för. Hann muni ekki hvika frá stefnu sinni varðandi skuldamál heimilanna. Engar formlegar viðræður fóru af stað í gær. „Ég ætla nú bara að bíða eftir því að forsetinn fari yfir málin og gefa honum svigrúm til þess og meta svo hlutina í framhaldi, en það hafa ekki farið fram neinar viðræður milli okkar og annarra flokka. Ég geri ráð fyrir því að við bíðum eftir því að hann kalli í okkur,“ sagði Sigmundur Davíð. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í gær að í dag myndi hann hitta formenn allra flokka sem náðu inn á þing og í framhaldi af því ákveða hverjum fyrst yrði veitt umboð til stjórnarmyndunar.Hver verður forsætisráðherra? Heimildir Fréttablaðsins herma að innan Sjálfstæðisflokksins hafi margir hverjir viljað að formaðurinn tæki forystu og kallaði til viðræðna, áður en forsetinn ræddi við alla flokka. Ekki væri eftir neinu að bíða og með því fengi flokkurinn ákveðið forskot í baráttunni um forsætisráðherrastólinn. Þar liggur í raun mesta spennan. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, en úrslitin eru hins vegar þau næstverstu í sögu flokksins. Framsóknarflokkurinn er ótvíræður sigurvegari kosninganna og flokkarnir hafa jafnmarga þingmenn, nítján talsins. „Ég ætla ekki að stilla því þannig upp á þessum tímapunkti,“ sagði Bjarni Benediktsson um það hvort hann ætlaði að krefjast forsætisráðherraembættisins.Ráðuneytum skipt upp Heimildir blaðsins herma að um leið og það skýrist hvor flokkurinn muni leiða ríkisstjórnina verði tiltölulega auðvelt að skipta ráðuneytum niður. Bjarni hefur talað um að skipta velferðarráðuneytinu upp og hafa heilbrigðismálin í sér ráðuneyti. Verði af því þarf að skipta öðru ráðuneyti upp, eigi flokkarnir að vera með jafnmarga ráðherra, sem er langlíklegast. Þar hafa menn horft til innanríkisráðuneytisins eða atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það er því líklegt að ráðherrar í næstu ríkisstjórn verði tíu talsins.Skuldamálin Fyrst þarf hins vegar að semja um málefnin. Þó ákveðinn samhljómur hafi verið í áherslum flokkanna á skuldamál heimila, var Framsókn með skýrt afmarkaðar tillögur sem enginn hinna flokkanna hefur tekið undir. Að sumu leyti er flokkurinn því einangraður. Hann er hins vegar sigurvegari kosninganna og getur bæði starfað til hægri og vinstri. Líklega verður fundin einhver leið til að semja um þau mál, hvernig sem hún mun líta út. Aðrir flokkar en þeir tveir stærstu gera ekki ráð fyrir öðru en að Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkur nái saman. Þeir huga varla að öðrum möguleikum fyrr en, og þá ef, siglir í strand hjá þeim.
Kosningar 2013 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira