Fréttaskýring: Einlægni eða lævís leikur Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 2. maí 2013 09:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Hver er staðan í stjórnarmyndunarviðræðum? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknaflokksins, hefur nú fundað með formönnum allra flokka sem náðu manni á þing. Hann hafði gefið það út að það væri forsenda þess að ákveða hverjum hann byði til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna. Sigmundur vildi ekki ræða við fjölmiðla í gær en mun, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, gefa út yfirlýsingu í dag um næstu skref. Heimildarmenn blaðsins telja ýmist að um sé að ræða einlæga leið til að kanna alla kosti eða að á ferð sé leikur til að sýna hver valdið hefur í væntanlegum viðræðum við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Flestir eru þó sammála um að enn séu mestar líkur á viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn. Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur segir að í sögulegu ljósi séu aðeins nokkrar sekúndur liðnar af stjórnarmyndunarferlinu. Hann hvetur fólk til að slappa af, en oft og tíðum sé eins og krafan um nýja frétt þrisvar á dag keyri fréttir áfram af viðræðunum. Hvað eðli þeirra sjálfra varðar segir hann að ljóst sé að Sigmundur Davíð stilli sér upp sem sá sem ráði ferðinni. „Hann ætlar að láta stjórnarmyndunarviðræðurnar snúast um það, að minnsta kosti á meðan hann hefur umboðið, hversu langt aðrir eru tilbúnir að koma til móts við Framsóknarflokkinn. Það sem um skal rætt er kosningastefnuskrá Framsóknarflokksins, það er ekkert verið að mætast á miðri leið. Hann stýrir því hverjir hoppa upp í með honum.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira