Framtíð mín er á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2013 08:00 Florentina Stanciu er einn þriggja markvarða sem eru við æfingar með íslenska landsliðinu nú. Hér er hún í leik með ÍBV. Mynd/Stefán Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira
Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Sjá meira