Á Dortmund einhverja möguleika? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. maí 2013 07:00 Súrt og enn súrara. Bastian Schweinsteiger sést hér eftir tapið í úrslitaleiknum í fyrra og á hinni myndinni óskar hann Jose Mourinho, þjálfara Internazionale, til hamingju með sigurinn í úrslitaleiknum á Santiago Bernabéu 2010. Mynd/afp „22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
„22 leikmenn elta einn bolta í 90 mínútur og svo vinna Þjóðverjarnir“ hefur einhvern tíma heyrst áður hjá enskum knattspyrnuspekingum. Það á aldrei betur við en á Wembley-leikvanginum í kvöld þegar þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni. Bayern hefur verið í rosalegum ham á tímabilinu og er á góðri leið með að landa þrennunni í fyrsta sinn. Liðið vann Barcelona samtals 7-0 í undanúrslitunum og er með 25 stiga forskot á Dortmund í þýsku deildinni. Í viðbót við það missir ein helsta stjarna Dortmund-liðsins, Mario Götze, af leiknum vegna meiðsla og „sleppur“ jafnframt við að mæta verðandi liðsfélögum sínum en þessi tvítugi leikmaður fer til Bayern í sumar. Á Dortmund þá einhverja möguleika? Bayern var líka sigurstranglegra í úrslitaleikjunum 2010 og 2012 og nánast allir bjuggust við sigri hjá Bayern fyrir ári þegar liðið var á heimavelli á móti Chelsea. Uppskeran í bæði skiptin – sárt tap og silfur um hálsinn. Það hefur bara tvisvar sinnum gerst að lið hefur tapað úrslitaleik Meistaradeildarinnar tvö ár í röð (Juventus 1997-98 og Valencia 2000-01) og ekkert félag hefur tapað þrisvar á fjórum árum. Pressan er því öll á Bæjurum í leiknum í kvöld og Jürgen Klopp og lærisveinar hans hafa allt að vinna í þessum leik. Dortmund hefur blómstrað við slíkar aðstæður í Meistaradeildinni í vetur. Hver bjóst þannig við að liðið kæmist upp úr dauðariðlinum, næði að skora tvö mörk í uppbótartíma á móti Malaga til að bjarga sér í átta liða úrslitunum eða burstaði Real Madrid 4-1 í fyrri leiknum í undanúrslitunum? Það má því aldrei afskrifa Dortmund. Það er örugglega flestum í fersku minni hvernig þessi tvö frábæru þýsku lið fóru illa með spænsku stórliðin Barcelona og Real Madrid. Hápressa, hnitmiðaður sóknarleikur og heilsteypt leikskipulag sá til þess að margir af bestu knattspyrnumönnum heims litu út sem hálfgerðir byrjendur í boltanum. Það er því von á veislu á stóra sviðinu í kvöld og í viðbót við það að vinna ein eftirsóttustu verðlaunin í boltanum vegur það örugglegt þungt fyrir þýska þjóðarstoltið að geta sótt sigur á enska grundu. Það er líka öruggt að þýskt lið vinnur Meistaradeildina í fyrsta sinn síðan 2001.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti