Oscar Pistorius, suðurafríski spretthlauparinn sem grunaður er um að hafa myrt kærustu sína, var sektaður fyrir skattsvik í síðustu viku.
Pistorius var gert að telja fram allar eignir sínar við réttarhöldin og í kjölfarið komst upp um skattaskuld Pistoriusar. Hann hefur nú gert upp skuldina.
Pistorius hefur viðurkennt að hafa skotið kærustu sína Reeva Steenkamp til dauða á heimili sínu í febrúar. Hann heldur því fram að hann hafi haldið að hún væri innbrotsþjófur. Réttarhöld vegna málsins hefjast í næsta mánuði.
Oscar Pistorius skuldar skatt
