Hér þrífst engin fegurð Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. júní 2013 12:00 Djöflatindur Djöflatindur Deon Meyer. Þórdís Bachmann þýddi. Tindur Suðurafrískar skáldsögur rekur ekki á fjörur íslenskra lesenda á hverjum degi, hvað þá magnaða krimma sem allt í senn segja mergjaða glæpasögu, byggja á sterkum persónum og endurspegla hitann, rykið, örbirgðina og vonleysið sem hinn venjulegi suðurafríski borgari upplifir á hverjum degi. Ein slík er þó nýlega komin út hjá bókaútgáfunni Tindi og er það svo sannarlega lofsvert framtak. Djöflatindur eftir Deon Meyer er mögnuð lesning sem stenst allar kröfur sem hægt er að gera til spennusagna og gott betur. Norrænu glæpasögurnar sem hér hafa riðið húsum undanfarin ár blikna fullkomlega í samanburði. Meyer stillir hér ekki upp neinni ofurlöggu sem þrátt fyrir vandræði í einkalífinu er klárari en fjandinn sjálfur og sér við öllum klækjum glæpamannsins. Fyrir það fyrsta er löggan hér, Benny Griessel, langt genginn alkóhólisti sem er að berjast við að verða edrú og eftir því illa á sig kominn andlega og líkamlega. Í öðru lagi er hann mannlegri en flestar löggur glæpabókmenntanna og klúðrar hlutum fram og til baka, án þess að það leiði til þess að hann af brilljans sínum leysi gátuna. Í öðru lagi fer hér fram sögu þriggja einstaklinga út frá sjónarhóli þeirra sjálfra. Thobela Mpayipheli er svartur fyrrverandi lífvörður glæpabaróns sem verður fyrir því að sonur hans er skotinn fyrir slysni í bensínstöðvarráni og grípur til sinna ráða þegar ræningjarnir/morðingjarnir sleppa án sakfellingar fyrir rétti. Lesandinn fær að fylgjast með ferli hans sem morðingja frá fyrstu hendi og spennan liggur því ekki í því að finna hefnarann sem tekur að stráfella fólk sem gert hefur börnum miska, heldur í því að fylgjast með Thobela missa tökin og prinsippin þar til í óefni er komið. Þriðji sögumaðurinn er vændiskonan Christine sem segir sögu sína í formi skrifta fyrir presti og lesandinn er aldrei alveg með á hreinu hvað hún spinnur upp og hvar sannleikurinn liggur. Leiðir þessa þriggja persóna liggja síðan saman í tilraun Griessels til að stöðva drápsæði Thobela með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þau öll. Allar þessar persónur eru fádæma vel dregnar og þótt engin þeirra sé sérlega geðfelld heldur lesandinn meira og minna með þeim öllum og vill kannski bara alls ekkert að málið leysist. Sterkustu áhrif sögunnar liggja þó í lýsingum höfundar á þeim aðstæðum og andrúmslofti sem Suður-Afríka býður íbúum sínum upp á. Hitinn, rykið, dópið, glæpirnir, virðingarleysið fyrir mannslífunum, allt kemst þetta firnavel til skila og á köflum nær frásögnin slíkum tökum á lesandanum að hann verður steinhissa á að ranka við sér í íslenskum rigningarsudda. Plottið er flókið, enda þrjú mismunandi glæpamál í gangi, en spennan myndast fyrst og fremst í persónusögum þessara þriggja einstaklinga og því sem þær þurfa að gera til að lifa af við þessar aðstæður. Mögnuð lestrarupplifun.Niðurstaða: Kynngimagnaður krimmi úr framandi veröld sem nær heljartökum á lesandanum. Sennilega besta glæpasagan á íslenska markaðnum í dag. Gagnrýni Menning Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Djöflatindur Deon Meyer. Þórdís Bachmann þýddi. Tindur Suðurafrískar skáldsögur rekur ekki á fjörur íslenskra lesenda á hverjum degi, hvað þá magnaða krimma sem allt í senn segja mergjaða glæpasögu, byggja á sterkum persónum og endurspegla hitann, rykið, örbirgðina og vonleysið sem hinn venjulegi suðurafríski borgari upplifir á hverjum degi. Ein slík er þó nýlega komin út hjá bókaútgáfunni Tindi og er það svo sannarlega lofsvert framtak. Djöflatindur eftir Deon Meyer er mögnuð lesning sem stenst allar kröfur sem hægt er að gera til spennusagna og gott betur. Norrænu glæpasögurnar sem hér hafa riðið húsum undanfarin ár blikna fullkomlega í samanburði. Meyer stillir hér ekki upp neinni ofurlöggu sem þrátt fyrir vandræði í einkalífinu er klárari en fjandinn sjálfur og sér við öllum klækjum glæpamannsins. Fyrir það fyrsta er löggan hér, Benny Griessel, langt genginn alkóhólisti sem er að berjast við að verða edrú og eftir því illa á sig kominn andlega og líkamlega. Í öðru lagi er hann mannlegri en flestar löggur glæpabókmenntanna og klúðrar hlutum fram og til baka, án þess að það leiði til þess að hann af brilljans sínum leysi gátuna. Í öðru lagi fer hér fram sögu þriggja einstaklinga út frá sjónarhóli þeirra sjálfra. Thobela Mpayipheli er svartur fyrrverandi lífvörður glæpabaróns sem verður fyrir því að sonur hans er skotinn fyrir slysni í bensínstöðvarráni og grípur til sinna ráða þegar ræningjarnir/morðingjarnir sleppa án sakfellingar fyrir rétti. Lesandinn fær að fylgjast með ferli hans sem morðingja frá fyrstu hendi og spennan liggur því ekki í því að finna hefnarann sem tekur að stráfella fólk sem gert hefur börnum miska, heldur í því að fylgjast með Thobela missa tökin og prinsippin þar til í óefni er komið. Þriðji sögumaðurinn er vændiskonan Christine sem segir sögu sína í formi skrifta fyrir presti og lesandinn er aldrei alveg með á hreinu hvað hún spinnur upp og hvar sannleikurinn liggur. Leiðir þessa þriggja persóna liggja síðan saman í tilraun Griessels til að stöðva drápsæði Thobela með ófyrirséðum afleiðingum fyrir þau öll. Allar þessar persónur eru fádæma vel dregnar og þótt engin þeirra sé sérlega geðfelld heldur lesandinn meira og minna með þeim öllum og vill kannski bara alls ekkert að málið leysist. Sterkustu áhrif sögunnar liggja þó í lýsingum höfundar á þeim aðstæðum og andrúmslofti sem Suður-Afríka býður íbúum sínum upp á. Hitinn, rykið, dópið, glæpirnir, virðingarleysið fyrir mannslífunum, allt kemst þetta firnavel til skila og á köflum nær frásögnin slíkum tökum á lesandanum að hann verður steinhissa á að ranka við sér í íslenskum rigningarsudda. Plottið er flókið, enda þrjú mismunandi glæpamál í gangi, en spennan myndast fyrst og fremst í persónusögum þessara þriggja einstaklinga og því sem þær þurfa að gera til að lifa af við þessar aðstæður. Mögnuð lestrarupplifun.Niðurstaða: Kynngimagnaður krimmi úr framandi veröld sem nær heljartökum á lesandanum. Sennilega besta glæpasagan á íslenska markaðnum í dag.
Gagnrýni Menning Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira