Steypiskúr úr hrákadalli Hildur Sverrisdóttir skrifar 29. júní 2013 11:30 Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein. Önnur þekkt dæmi eru þegar Andri Snær Magnason kallaði bók sína Draumalandið „loftárásir á ríkjandi hugmyndafræði“ og eins þegar gripið er til orðsins hryðjuverk um aðgerðir sem fólk óttast að eyðileggi náttúruna. Það veldur sjaldnast uppnámi en hins vegar komst sami Andri Snær í klandur fyrir að nota orðin „klikkaður“ og „þroskaheftur“ í umræðu um umhverfismál. Allt minnir þetta okkur á að það skiptir máli hvernig við notum tungumálið; að umræðan er sannkallað jarðsprengjusvæði, svo gripið sé til stríðslíkingar. Þótt íslenskir baráttumenn (enn ein hernaðarlíkingin) taki sér slíkt líkingamál í munn þýðir það eflaust ekki að þeir vilji gera lítið úr alvöru slíkra voðaverka. Skýringuna má eflaust frekar rekja til þess að afleiðingar þessara tilteknu stríðsverka hafa ekki með beinum hætti skekið íslenskt samfélag. Íslenskur stjórnmálamaður myndi nefnilega örugglega síður líkja sambærilegu pólitísku áfalli við til dæmis snjóflóð. Ef við ætlum að beina spjótum okkar (önnur) að orðfæri annarra, er þá ekki eins gott að vera viss um að við myndum aldrei sjálf nota jafnóviðeigandi líkingamál? Hvernig væri að stríðslíkingum yrði sagt stríð (aha) á hendur? Til dæmis væri þá hægt að eyða púðri (jebb) í að finna friðsælli orð. Í staðinn fyrir loftárásir getur gagnrýni til dæmis rignt og hún jafnvel orðið að steypiskúr. Annað ágætt orð yfir steypiskúr er hryðja og því væri líka hægt að lenda í hryðju. Hryðja er reyndar líka orð yfir hrákadall, svo ef vilji væri til að færa í stílinn eftir efninu væri hægt að segja óðamála að nú hafi maður aldeilis lent í hryðju úr hryðju. Eða bara halda okkur við klassískt líkingamál af ógnum til sjós. Ef það er of þjóðmenningarlegt væri hægt að búa til eitthvað nútímalegt og lýsa yfir að önfrendaður sé læklaus maður. Allt góðir kostir ef við viljum slíðra (!) sverðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun
Þegar heitt er í hamsi er skiljanlegt að fólk vilji koma sínu á framfæri á beinskeyttan hátt. Í þeim anda líkir forsætisráðherra gagnrýni á sig við loftárásir. Hann er ekki sá eini sem grípur til samlíkinga við stríðsverk til að fjalla um pólitísk bitbein. Önnur þekkt dæmi eru þegar Andri Snær Magnason kallaði bók sína Draumalandið „loftárásir á ríkjandi hugmyndafræði“ og eins þegar gripið er til orðsins hryðjuverk um aðgerðir sem fólk óttast að eyðileggi náttúruna. Það veldur sjaldnast uppnámi en hins vegar komst sami Andri Snær í klandur fyrir að nota orðin „klikkaður“ og „þroskaheftur“ í umræðu um umhverfismál. Allt minnir þetta okkur á að það skiptir máli hvernig við notum tungumálið; að umræðan er sannkallað jarðsprengjusvæði, svo gripið sé til stríðslíkingar. Þótt íslenskir baráttumenn (enn ein hernaðarlíkingin) taki sér slíkt líkingamál í munn þýðir það eflaust ekki að þeir vilji gera lítið úr alvöru slíkra voðaverka. Skýringuna má eflaust frekar rekja til þess að afleiðingar þessara tilteknu stríðsverka hafa ekki með beinum hætti skekið íslenskt samfélag. Íslenskur stjórnmálamaður myndi nefnilega örugglega síður líkja sambærilegu pólitísku áfalli við til dæmis snjóflóð. Ef við ætlum að beina spjótum okkar (önnur) að orðfæri annarra, er þá ekki eins gott að vera viss um að við myndum aldrei sjálf nota jafnóviðeigandi líkingamál? Hvernig væri að stríðslíkingum yrði sagt stríð (aha) á hendur? Til dæmis væri þá hægt að eyða púðri (jebb) í að finna friðsælli orð. Í staðinn fyrir loftárásir getur gagnrýni til dæmis rignt og hún jafnvel orðið að steypiskúr. Annað ágætt orð yfir steypiskúr er hryðja og því væri líka hægt að lenda í hryðju. Hryðja er reyndar líka orð yfir hrákadall, svo ef vilji væri til að færa í stílinn eftir efninu væri hægt að segja óðamála að nú hafi maður aldeilis lent í hryðju úr hryðju. Eða bara halda okkur við klassískt líkingamál af ógnum til sjós. Ef það er of þjóðmenningarlegt væri hægt að búa til eitthvað nútímalegt og lýsa yfir að önfrendaður sé læklaus maður. Allt góðir kostir ef við viljum slíðra (!) sverðin.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun