Hið opna þjóðfélag og óvinir þess Guðmundur Andri Thorsson skrifar 15. júlí 2013 10:22 Árið 1835 skrifuðu þeir Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason í Fjölni um þýska skáldið Heinrich Heine sem þá var landflótta í París: „Fáir menn munu vera sjálfum sèr ólíkari; – nema þegar hann talar um frelsið, þá er hann æfinlega sjálfum sèr samur, því Hænir ann frelsinu eínsog allir þeír sem beztir og vitrastir eru; enda er hann orðinn óvinsæll á Þýzkalandi, bæði fyrir það og annað, so hann má valla koma þángað framar. Hann situr í Parísarborg í góðu yfirlæti, enn lángar samt heím þaðan, eínsog von er á. Alstaðar er flóttamaðurinn einmana.“ Þetta eru klassísk orð um einn þeirra fjölmörgu góðu baráttumanna sem við getum þakkað þau mikilsverðu réttindi að búa við tjáningarfrelsi í margvíslegum myndum; hugsanafrelsi, málfrelsi, kosningafrelsi, skoðanafrelsi, ferðafrelsi, kynfrelsi, já og fatafrelsi og hárgreiðslufrelsi – að geta um frjálst höfuð strokið í opnu samfélagi sem umber frávik og fagnar fjölbreytni. Baráttufólk á borð við Heine sótti þessi harðsóttu réttindi með því að óhlýðnast yfirvöldum og taka því ekki sem gefnu sem því var sagt – og þurfti margt að fórna eigin heill og hamingju í þeirri baráttu. „Alstaðar er flóttamaðurinn einmana.“ Mennirnir hafa alltaf þurft að skapa sér sjálfir sitt frelsi í félagi við aðra – þeir hafa aldrei þegið það úr hendi yfirvalda; ekki einu sinni konungs, þótt Íslendingar hafi trúað á hans allra mildilegustu mæjestet fram á þennan dag og telji fullkomnasta form lýðræðis vera að senda konungi/forseta bænarskrá með nógu mörgum undirskriftum, sem hann muni svo vonandi skoða sínum allra mildilegustu augum. Nei: fyrir frelsinu þarf alltaf að berjast. Af harðfylgi. Í þeirri baráttu erum við misjafnlega hugrökk og enginn hugrakkari nú um stundir en Edward Snowden.Með nefið niðri í hvers manns koppi Eftirlitsiðnaðurinn hefur vaxið stjórnlaust í Bandaríkjunum eftir árásirnar á tvíburaturnana – er stórbissness og fær ekki aðhald frá almenningsáliti eða fjölmiðlum því að hver sá sem dregur í efa fortakslaust réttmæti hans er óðara stimplaður sem föðurlandssvikari. Smám saman hefur myndast furðu víðtæk sátt um það í Bandaríkjunum og víðar að yfirvöldum sé heimilt, í nafni almannahagsmuna, að brjóta gróflega gegn reglum réttarríkisins og réttindum borgaranna leiki á því minnsti grunur að um hættulega einstaklinga kunni að vera að ræða. Það er undir eftirlitsmönnunum sjálfum komið að skilgreina þá hættu. Í síðustu viku fengum við reyndar Íslendingar góða lexíu í valdbeitingu. Myndband fór eins og eldur í sinu um netið sem sýndi samskipti lögreglunnar við drukkna konu sem var að þvælast fyrir lögreglubíl – en aðallega þó sjálfri sér – á Laugaveginum. Þar má sjá þrautþjálfaðan og fílefldan lögreglumann stökkva á hana hálfrænulausa af ölvun, fella hana af öllu afli svo að hún skellur með bakið í bekk, draga hana eftir götunni, setja hendur fyrir aftan bak og almennt láta eins og hann sé sérsveitarmaður að fást við vopnaðan og eftirlýstan stórglæpamann með svipaða líkamsburði og hann sjálfur. Á lögreglunni er að skilja að konan hafi hrækt framan í lögreglumanninn, og vera má að við gerum ómennskar kröfur til lögreglumanna um geðprýði þegar við áfellumst þá fyrir að missa stjórn á skapi sínu gagnvart svo ógeðslegu framferði, en hitt er fráleitt að hér hafi lögreglumaðurinn átt að beita einhverju sem þeir kalla „norsku aðferðina“ við handtöku: nær hefði verið að styðja konuna inn í bíl og aka henni heim til að sofa úr sér. Lexían er hins vegar þessi: samfélagið gefur sumum heimild til valdbeitingar þegar þeir þurfa að fást við aðsteðjandi ógn, hvort sem hún beinist að samfélaginu í heild eða einstaklingum. Um slíka valdbeitingu verða að ríkja skýrar og afdráttarlausar reglur. Það má ekki selja þeim sem valdið fær sjálfdæmi um það hvernig og hvenær því skuli beitt. Þetta gildir um lögreglumenn sem þurfa að fást við drukkið fólk. Og þetta gildir um verðina sem eiga að vernda hið opna samfélag fyrir óvinum þess. Séu hlutirnir ekki á hreinu geta verðirnir sjálfir orðið óvinir hins opna samfélags. Eins og dæmin sanna.Hetja vorra tíma Þegar maður horfir á viðtal við Edward Snowden slær það mann hversu venjulegur náungi þetta er. Hér er Jón Jónsson sem einn góðan veðurdag getur ekki staðið í þessu lengur og finnst hann verða að láta vita á hvaða leið þjóðfélag okkar er. Þetta er frjálslyndur náungi eins og við erum flest – „ann frelsinu“ – hann aðhyllist þau gildi sem okkar vestrænu samfélög grundvallast á – og hann bregst við í anda þeirra. Hann er ekki andvígur frelsinu. Hann er að verja það. „Alstaðar er flóttamaðurinn einmana“. Hann hírist nú á flugvelli í Moskvu og Bandaríkjamenn heimta að fá hann framseldan til að hneppa í svarthol án dóms og laga eins og Bradley Manning. Það er hryggilegt að Íslendingar skyldu ekki bregðast eins og menn við beiðni Snowdens um hæli hér á landi – en hann virðist einhvern veginn hafa fengið þá hugmynd að hér á landi væri unnendur frelsis og lýðréttinda sérstaklega boðnir velkomnir. Það hefði orðið landkynning til að vera stoltur af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Árið 1835 skrifuðu þeir Jónas Hallgrímsson og Konráð Gíslason í Fjölni um þýska skáldið Heinrich Heine sem þá var landflótta í París: „Fáir menn munu vera sjálfum sèr ólíkari; – nema þegar hann talar um frelsið, þá er hann æfinlega sjálfum sèr samur, því Hænir ann frelsinu eínsog allir þeír sem beztir og vitrastir eru; enda er hann orðinn óvinsæll á Þýzkalandi, bæði fyrir það og annað, so hann má valla koma þángað framar. Hann situr í Parísarborg í góðu yfirlæti, enn lángar samt heím þaðan, eínsog von er á. Alstaðar er flóttamaðurinn einmana.“ Þetta eru klassísk orð um einn þeirra fjölmörgu góðu baráttumanna sem við getum þakkað þau mikilsverðu réttindi að búa við tjáningarfrelsi í margvíslegum myndum; hugsanafrelsi, málfrelsi, kosningafrelsi, skoðanafrelsi, ferðafrelsi, kynfrelsi, já og fatafrelsi og hárgreiðslufrelsi – að geta um frjálst höfuð strokið í opnu samfélagi sem umber frávik og fagnar fjölbreytni. Baráttufólk á borð við Heine sótti þessi harðsóttu réttindi með því að óhlýðnast yfirvöldum og taka því ekki sem gefnu sem því var sagt – og þurfti margt að fórna eigin heill og hamingju í þeirri baráttu. „Alstaðar er flóttamaðurinn einmana.“ Mennirnir hafa alltaf þurft að skapa sér sjálfir sitt frelsi í félagi við aðra – þeir hafa aldrei þegið það úr hendi yfirvalda; ekki einu sinni konungs, þótt Íslendingar hafi trúað á hans allra mildilegustu mæjestet fram á þennan dag og telji fullkomnasta form lýðræðis vera að senda konungi/forseta bænarskrá með nógu mörgum undirskriftum, sem hann muni svo vonandi skoða sínum allra mildilegustu augum. Nei: fyrir frelsinu þarf alltaf að berjast. Af harðfylgi. Í þeirri baráttu erum við misjafnlega hugrökk og enginn hugrakkari nú um stundir en Edward Snowden.Með nefið niðri í hvers manns koppi Eftirlitsiðnaðurinn hefur vaxið stjórnlaust í Bandaríkjunum eftir árásirnar á tvíburaturnana – er stórbissness og fær ekki aðhald frá almenningsáliti eða fjölmiðlum því að hver sá sem dregur í efa fortakslaust réttmæti hans er óðara stimplaður sem föðurlandssvikari. Smám saman hefur myndast furðu víðtæk sátt um það í Bandaríkjunum og víðar að yfirvöldum sé heimilt, í nafni almannahagsmuna, að brjóta gróflega gegn reglum réttarríkisins og réttindum borgaranna leiki á því minnsti grunur að um hættulega einstaklinga kunni að vera að ræða. Það er undir eftirlitsmönnunum sjálfum komið að skilgreina þá hættu. Í síðustu viku fengum við reyndar Íslendingar góða lexíu í valdbeitingu. Myndband fór eins og eldur í sinu um netið sem sýndi samskipti lögreglunnar við drukkna konu sem var að þvælast fyrir lögreglubíl – en aðallega þó sjálfri sér – á Laugaveginum. Þar má sjá þrautþjálfaðan og fílefldan lögreglumann stökkva á hana hálfrænulausa af ölvun, fella hana af öllu afli svo að hún skellur með bakið í bekk, draga hana eftir götunni, setja hendur fyrir aftan bak og almennt láta eins og hann sé sérsveitarmaður að fást við vopnaðan og eftirlýstan stórglæpamann með svipaða líkamsburði og hann sjálfur. Á lögreglunni er að skilja að konan hafi hrækt framan í lögreglumanninn, og vera má að við gerum ómennskar kröfur til lögreglumanna um geðprýði þegar við áfellumst þá fyrir að missa stjórn á skapi sínu gagnvart svo ógeðslegu framferði, en hitt er fráleitt að hér hafi lögreglumaðurinn átt að beita einhverju sem þeir kalla „norsku aðferðina“ við handtöku: nær hefði verið að styðja konuna inn í bíl og aka henni heim til að sofa úr sér. Lexían er hins vegar þessi: samfélagið gefur sumum heimild til valdbeitingar þegar þeir þurfa að fást við aðsteðjandi ógn, hvort sem hún beinist að samfélaginu í heild eða einstaklingum. Um slíka valdbeitingu verða að ríkja skýrar og afdráttarlausar reglur. Það má ekki selja þeim sem valdið fær sjálfdæmi um það hvernig og hvenær því skuli beitt. Þetta gildir um lögreglumenn sem þurfa að fást við drukkið fólk. Og þetta gildir um verðina sem eiga að vernda hið opna samfélag fyrir óvinum þess. Séu hlutirnir ekki á hreinu geta verðirnir sjálfir orðið óvinir hins opna samfélags. Eins og dæmin sanna.Hetja vorra tíma Þegar maður horfir á viðtal við Edward Snowden slær það mann hversu venjulegur náungi þetta er. Hér er Jón Jónsson sem einn góðan veðurdag getur ekki staðið í þessu lengur og finnst hann verða að láta vita á hvaða leið þjóðfélag okkar er. Þetta er frjálslyndur náungi eins og við erum flest – „ann frelsinu“ – hann aðhyllist þau gildi sem okkar vestrænu samfélög grundvallast á – og hann bregst við í anda þeirra. Hann er ekki andvígur frelsinu. Hann er að verja það. „Alstaðar er flóttamaðurinn einmana“. Hann hírist nú á flugvelli í Moskvu og Bandaríkjamenn heimta að fá hann framseldan til að hneppa í svarthol án dóms og laga eins og Bradley Manning. Það er hryggilegt að Íslendingar skyldu ekki bregðast eins og menn við beiðni Snowdens um hæli hér á landi – en hann virðist einhvern veginn hafa fengið þá hugmynd að hér á landi væri unnendur frelsis og lýðréttinda sérstaklega boðnir velkomnir. Það hefði orðið landkynning til að vera stoltur af.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson Skoðun