Barnafatamerkið Ígló eykur áherslu á erlenda markaði Lovísa Eiríksdóttir skrifar 23. júlí 2013 07:00 Guðrún Tinna Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Ígló og Indí og Helga Ólafsdóttir aðalhönnuður merkisins sækja á erlenda markaði. Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins. Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Íslenska barnafatamerkið Ígló hugar nú að því að auka umsvif fyrirtækisins til muna. Vörulína þeirra hefur aldrei verið stærri og er nú unnið að því að kynna nýja línu erlendis. Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið. „Ígló er lítill kall sem lengi hefur verið aðal persónan í merkinu. Nú er Ígló búinn að eignast litlu systurina Indí,“ segir Guðrún Tinna og bætir við að breyting á nafninu sé meðal annars vegna þess að vörumerkið Ígló reyndist ekki einkaleyfishæft í öllum löndum. „Einnig hefur vöruúrval í ungbarnalínu okkar aukist og þá þótti okkur tilvalið að fá yngri persónu til að prýða fötin,“ segir Guðrún Tinna. Ígló var stofnað árið 2008 og hefur farið stigvaxandi á síðustu fimm árum. Merkið er nú selt í tíu löndum og stefna eigendurnir á enn stærri markað í framtíðinni. „Ástæðan fyrir því að við erum að leggja aukna áherslu á erlenda markaði er að íslenski markaðurinn er of lítill. Við þurfum að selja ákveðinn fjölda af stykkjum til þess að geta boðið upp á ákveðna breidd af vöruúrvali,“ segir Guðrún og útskýrir að íslensku börnin séu hreinlega of fá. „Því stærri sem merkið verður erlendis því betri þjónustu getum við boðið upp á hér heima,“ bætir Guðrún Tinna við og segir að fyrirtækinu hafi bortist ótal fyrirspurnir frá erlendum tímaritum og verslunum. Guðrún Tinna og Helga hafa fengið margar góðar konur til liðs við sig til þess að vinna með sér í að gera merkið enn meira alþjóðlegt og faglegt. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og Karítas Pálsdóttir, sem er grafískur hönnuður vinna nú að því að gera Íglóheiminn enn stærri. "Ígló heimurinn byggist aðallega á Ígló og Indí en hann er líka fullur af öðrum dýrum sem prýða fötin. Við erum búin að vera að gefa dýrunum nöfn og sögu sem Steinunn Ólína hefur hjálpað okkur að skapa og Karítas teiknað." Eigendur Ígló og Indí vinna nú að því að gera Ígló-heiminn enn áhugaverðari, meðal annars með tölvuleik fyrir börnin. "Á vefsíðu Ígló og Indí verður í boði allskyns virkni fyrir börnin, þar sem þau geta leikið sér með persónurnar á bak við merkið," segir Guðrún Tinna sem er spennt og glöð með nýja stefnu fyrirtækisins.
Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira