Helvítið hann Hannes Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 19. ágúst 2013 07:00 Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Á meðan ég beið bökunnar kom maður á mínum aldri inn á staðinn í sömu erindagjörðum. Ég verð að viðurkenna að ég er stútfullur af útlitsfordómum og mér fannst hann asnalegur að sjá. Hann var í hálfvitalegum skóm og með óþolandi hár. Ég veit ekki hvernig böku hann pantaði en ég heyrði hann segja nafnið sitt. Köllum hann Hannes. Þarna stóð ég í nokkrar mínútur með asnalega Hannesi að bíða eftir pitsu þar til síminn hans hringdi. Að sjálfsögðu var hringitónninn hans leiðinlegur og hann brá sér út fyrir til að tala. Líklega við einhvern fábjána. Skömmu síðar kom annar afgreiðslumaður með rjúkandi böku í kassa og spurði mig hvort nafn mitt væri Hannes. Hinn var líklega farinn í kaffipásu. „Nei,“ segi ég og í ljós kom að pöntunin mín hafði misfarist. Ég þurfti því að bíða eilítið lengur og hataði ég Hannes því helmingi meira þegar hann kom aftur inn. Átti ég að segja eitthvað? Þarna stóð hann pollrólegur og hafði ekki hugmynd um að pitsan hans var tilbúin og uppi í hillu. Afgreiðslufólkið gerði sér enga grein fyrir því að þarna væri Hannes mættur. „Nei, fjandakornið, ég get ekki farið að tala við hann,“ hugsaði ég. Plús það, hann átti það eiginlega skilið að bíða eftir kólnandi pitsu fyrir að vera í þessum skóm. Fimm til átta mínútum síðar fékk ég bökuna mína og gekk hröðum skrefum heim á leið. Hannes var enn að bíða. „Gott á hann,“ hugsaði ég og hló inni í mér. Honum var nær að vera með bjánalegt hár og svona stórt barkakýli. Þegar heim var komið tók ég til hnífapör, disk og afþreyingarefni. Allt sem piparsveinn þarf til að matast. Bakan lyktaði dásamlega og ég opnaði kassann. Við blasti skinka, rjómaostur, laukur. Hvað var þetta? Nautahakk? Ég trúði ekki mínum eigin augum, en aðeins meira á karma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun
Það sést ekki á mér en stundum gleymi ég að borða. Í síðustu viku fattaði ég það um tíuleytið að ég hafði gleymt kvöldmatnum. Aðframkominn af næringarskorti gekk ég þungum skrefum að nálægum pitsustað og pantaði konung flatbakanna: pepperóní og ananas. Á meðan ég beið bökunnar kom maður á mínum aldri inn á staðinn í sömu erindagjörðum. Ég verð að viðurkenna að ég er stútfullur af útlitsfordómum og mér fannst hann asnalegur að sjá. Hann var í hálfvitalegum skóm og með óþolandi hár. Ég veit ekki hvernig böku hann pantaði en ég heyrði hann segja nafnið sitt. Köllum hann Hannes. Þarna stóð ég í nokkrar mínútur með asnalega Hannesi að bíða eftir pitsu þar til síminn hans hringdi. Að sjálfsögðu var hringitónninn hans leiðinlegur og hann brá sér út fyrir til að tala. Líklega við einhvern fábjána. Skömmu síðar kom annar afgreiðslumaður með rjúkandi böku í kassa og spurði mig hvort nafn mitt væri Hannes. Hinn var líklega farinn í kaffipásu. „Nei,“ segi ég og í ljós kom að pöntunin mín hafði misfarist. Ég þurfti því að bíða eilítið lengur og hataði ég Hannes því helmingi meira þegar hann kom aftur inn. Átti ég að segja eitthvað? Þarna stóð hann pollrólegur og hafði ekki hugmynd um að pitsan hans var tilbúin og uppi í hillu. Afgreiðslufólkið gerði sér enga grein fyrir því að þarna væri Hannes mættur. „Nei, fjandakornið, ég get ekki farið að tala við hann,“ hugsaði ég. Plús það, hann átti það eiginlega skilið að bíða eftir kólnandi pitsu fyrir að vera í þessum skóm. Fimm til átta mínútum síðar fékk ég bökuna mína og gekk hröðum skrefum heim á leið. Hannes var enn að bíða. „Gott á hann,“ hugsaði ég og hló inni í mér. Honum var nær að vera með bjánalegt hár og svona stórt barkakýli. Þegar heim var komið tók ég til hnífapör, disk og afþreyingarefni. Allt sem piparsveinn þarf til að matast. Bakan lyktaði dásamlega og ég opnaði kassann. Við blasti skinka, rjómaostur, laukur. Hvað var þetta? Nautahakk? Ég trúði ekki mínum eigin augum, en aðeins meira á karma.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun