Girnilegar sultuuppskriftir frá Völu Ólafsdóttur Sara McMahon skrifar 5. september 2013 10:00 Vala Ólafsdóttir hreppti annað sætið í sultukeppni á vegum sveitamarkaðarins Mosskógar um síðustu helgi. Fréttablaðið/Stefán „Ég stefni á að fara í berjamó næstu helgi, ég frétti af tveimur stöðum á Suðurlandinu sem ég ætla að prófa. Sprettan hefur verið svo lítil í ár að það hvílir pínu leynd yfir berjastöðum núna, sem gerir þetta bara skemmtilegra,“ segir Vala Ólafsdóttir, verslunarstjóri í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands. Vala er mikil áhugakona um berjatínslu og sultugerð og tók meðal annars þátt í árlegri sultukeppni á vegum sveitamarkaðarins Mosskóga um síðustu helgi. Hún hreppti annað sætið með heimalöguðu rifsberjahlaupi sem þótti, að mati dómnefndar, bragðgott, fallega rautt, mátulega þétt í sér og hæfilega sætt. „Það voru rúmlega tuttugu manns sem skiluðu inn sultu og ég lenti þar í öðru sæti með rifsberjahlaup úr berjum úr garðinum mínum. Dómnefndin sat við langborð, mjög fagleg, og smakkaði sulturnar til og frá og veitti umsögn um gæði og útlit. Þetta var mjög skemmtilegt,“ útskýrir Vala. Þótt berjasprettan í ár hafi verið með slakara móti var sprettan í fyrra góð og tíndi Vala þá mikið magn af bláberjum í Skorradal. Hún segist nota berin meðal annars í sultur, kökur og morgunverðarþeytinga. „Ég byrjaði að prófa mig áfram í sultugerð fyrir fjórum eða fimm árum og ég fæ alltaf meiri á meiri áhuga á þessu. Fólk á alls ekki að vera hrætt við að prófa að sulta, þótt sulturnar verði misgóðar hef ég aldrei lent í því að þær misheppnist,“ segir hún að lokum. Fallegar sultukrukkur frá Völu.Fréttablaðið/stefán Rifsberjahlaup 1.200 gr rifsber, helst vel rauð (berin á stilkunum) 800 gr sykur Hella saman í pott, hræra af og til meðan suðan er að koma upp og sjóða við meðalhita í 10 mínútur eftir að suðan er komin upp, halda áfram að hræra á meðan. Algjörlega bannað að tala í síma eða vera á Facebook á meðan maður sultar! Svo hella í gegnum sigti og kreista vel úr berjunum/hratinu. Hella sjóðandi heitu í krukkur og setja lokið á. Síðan inn í ísskáp eftir um 15 mínútur. Stikilsberja- og eplasulta 1 kg stikilsber 1 dl vatn 3 græn epli 750 gr sykur Stikilsber sett í pott með vatninu og soðin í 10 mínútur. Epli afhýdd og söxuð mjög smátt. Eplin sett í pottinn ásamt stikilsberjum og sykrinum bætt út í. Soðið í 5 mínútur. Hellt sjóðandi heitu í krukkur og lokað, inn í ísskáp eftir 15 mínútur. Að sulta er auðvelt en það tekst auðvitað best ef það er gert með hjartanu eins og svo margt annað. Bláberjakökur 270 gr sykur 150 gr smjör 2 egg 240 gr hveiti 1/2 teskeið lyftiduft 50 ml mjólk 1 teskeið vanilludropar Frosin bláber að eigin smekk þó ekki minna en 1 bolli. Blandið degið með hefðbundnum hætti og hræið berin varlega saman við degið í lokin.Betra að nota frosin ber því þá verður degið fallegra, ljóst með berjum á stangli en ekki fjólublátt. Bakað við 170 gráður celsíus í 16-20 mín. Kökur og tertur Sultur Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið
„Ég stefni á að fara í berjamó næstu helgi, ég frétti af tveimur stöðum á Suðurlandinu sem ég ætla að prófa. Sprettan hefur verið svo lítil í ár að það hvílir pínu leynd yfir berjastöðum núna, sem gerir þetta bara skemmtilegra,“ segir Vala Ólafsdóttir, verslunarstjóri í safnbúð Þjóðminjasafns Íslands. Vala er mikil áhugakona um berjatínslu og sultugerð og tók meðal annars þátt í árlegri sultukeppni á vegum sveitamarkaðarins Mosskóga um síðustu helgi. Hún hreppti annað sætið með heimalöguðu rifsberjahlaupi sem þótti, að mati dómnefndar, bragðgott, fallega rautt, mátulega þétt í sér og hæfilega sætt. „Það voru rúmlega tuttugu manns sem skiluðu inn sultu og ég lenti þar í öðru sæti með rifsberjahlaup úr berjum úr garðinum mínum. Dómnefndin sat við langborð, mjög fagleg, og smakkaði sulturnar til og frá og veitti umsögn um gæði og útlit. Þetta var mjög skemmtilegt,“ útskýrir Vala. Þótt berjasprettan í ár hafi verið með slakara móti var sprettan í fyrra góð og tíndi Vala þá mikið magn af bláberjum í Skorradal. Hún segist nota berin meðal annars í sultur, kökur og morgunverðarþeytinga. „Ég byrjaði að prófa mig áfram í sultugerð fyrir fjórum eða fimm árum og ég fæ alltaf meiri á meiri áhuga á þessu. Fólk á alls ekki að vera hrætt við að prófa að sulta, þótt sulturnar verði misgóðar hef ég aldrei lent í því að þær misheppnist,“ segir hún að lokum. Fallegar sultukrukkur frá Völu.Fréttablaðið/stefán Rifsberjahlaup 1.200 gr rifsber, helst vel rauð (berin á stilkunum) 800 gr sykur Hella saman í pott, hræra af og til meðan suðan er að koma upp og sjóða við meðalhita í 10 mínútur eftir að suðan er komin upp, halda áfram að hræra á meðan. Algjörlega bannað að tala í síma eða vera á Facebook á meðan maður sultar! Svo hella í gegnum sigti og kreista vel úr berjunum/hratinu. Hella sjóðandi heitu í krukkur og setja lokið á. Síðan inn í ísskáp eftir um 15 mínútur. Stikilsberja- og eplasulta 1 kg stikilsber 1 dl vatn 3 græn epli 750 gr sykur Stikilsber sett í pott með vatninu og soðin í 10 mínútur. Epli afhýdd og söxuð mjög smátt. Eplin sett í pottinn ásamt stikilsberjum og sykrinum bætt út í. Soðið í 5 mínútur. Hellt sjóðandi heitu í krukkur og lokað, inn í ísskáp eftir 15 mínútur. Að sulta er auðvelt en það tekst auðvitað best ef það er gert með hjartanu eins og svo margt annað. Bláberjakökur 270 gr sykur 150 gr smjör 2 egg 240 gr hveiti 1/2 teskeið lyftiduft 50 ml mjólk 1 teskeið vanilludropar Frosin bláber að eigin smekk þó ekki minna en 1 bolli. Blandið degið með hefðbundnum hætti og hræið berin varlega saman við degið í lokin.Betra að nota frosin ber því þá verður degið fallegra, ljóst með berjum á stangli en ekki fjólublátt. Bakað við 170 gráður celsíus í 16-20 mín.
Kökur og tertur Sultur Uppskriftir Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið