Hert að lífæð Gaza Þorgils Jónsson skrifar 14. september 2013 07:00 Hér vinnur Palestínumaður baki brotnu að smyglgöngum. Smyglgöng hafa lengi verið við lýði en aldrei í líkingu við það sem viðgengist hefur frá árinu 2007 þegar Hamas tók við völdum í Gaza og Ísraelar og Egyptar hertu verulega á innflutningshöftum. NordicPhotos/AFP Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP Gasa Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP
Gasa Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira