Eldklerkur á erindi enn Jón Viðar Jónsson skrifar 14. nóvember 2013 11:00 "Textameðferð Péturs og framsögn er áheyrileg, en á til að verða eintóna“. Eldklerkurinn Höfundur og leikari: Pétur Eggerz.Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.Leikmynd: Rósa Sigrún Jónsdóttir.Möguleikhúsið sýnir Eldklerkinn í Hallgrímskirkju. Sagan af séra Jóni Steingrímssyni, prófasti Vestur-Skaftfellinga, hefur lengi verið þjóðinni hugstæð. Myndin af honum og hinum litla söfnuði hans í kirkjunni á Klaustri í júní 1783, þegar hraunflóðið ryðst í átt að þeim við upphaf Skaftárelda og Móðuharðinda, hefur greypst í vitund hennar, þó að trúlega sé sú mynd nú orðin máð hjá mörgum. Prestur og söfnuður sameinast í heitri bæn til Guðs, en enginn flýr af hólmi, fólkið bíður æðrulaust sinna örlaga. Og sjá, að messugerð lokinni hefur hraunið stöðvast, almættisverk átt sér stað. Sjálfsævisaga séra Jóns, þar sem þessum atburðum og framhaldi þeirra, er ítarlega lýst, er eitt af merkisritum bókmenntanna, eflaust besta rit sinnar tegundar ásamt Dægradvöl Gröndals og sögu séra Árna eftir Þórberg. Þar sameinast mögnuð og dramatísk aldarfarslýsing náinni og opinskárri persónusögu höfundar, svo við fátt verður jafnað. Og það er vel til fundið hjá Pétri Eggerz að semja upp úr bókinni einleik sem dregur fram meginþræði sögunnar með eðlilegri áherslu á þær raunir sem á séra Jóni dynja, ekki aðeins af völdum náttúrunnar, heldur einnig og ekki síður hrokafullra stjórnarherra og lítilmótlegra sveitunga. Pétur stendur einn á sviðinu allan tímann og rekur atburði, jafnframt því sem hann dramatíserar valda kafla, fer í gervi Jóns og ýmissa sem á vegi hans verða. Hann fléttar inn í brot úr kveðskap Jóns um hamfarirnar, sýnir sterka guðstrú hans sem sjaldan bilar, léttir ömurleika sögunnar með hæfilegum skömmtum af gamansemi. Þessi handritsgerð öll er afburða vel heppnuð og Pétur er sjálfur góður sögumaður sem heldur okkur föstum í tvo klukkutíma með stuttu hléi. Möguleikhús hans hefur einkum sinnt börnum og þó þessi sýning höfði til allra, þyrfti hún umfram allt að ná yngstu kynslóðinni sem fátt veit enn um hin hörðu kjör forfeðra okkar. Textameðferð Péturs og framsögn er áheyrileg, en á til að verða eintóna, einkum þegar fram í sækir og lýsingarnar verða stórbrotnari. Það er ekki síst í köflunum eftir hlé að hann mætti draga af sér sem sögumaður, hægja á sér og standa kaldari gagnvart söguefninu sem eitt sér er kappnóg til að halda athygli okkar. Aðstæður í Hallgrímskirkju, þar sem leikið er, bjóða skiljanlega ekki upp á fjölbreytta ljósabeitingu sem sýningin hefði annars notið góðs af. Leikmunir eru örfáir og táknrænir: prédikunarstóll, ferðakista, bókakassi, brúnir að lit, á móti grænum baksviðsdúk með óljósu stafakroti: græn grundin á leið undir hraunið, letrið sem geymir minninguna, þráðinn sem eyðingaröflin fá, þrátt fyrir allt, ekki slitið. Það er mjög við hæfi að sýna í kirkju, en ég hygg þó að séra Jón hefði sjálfur saknað þess að sjá hvergi neitt krossmark á sviðinu, kennitákn þess sem bar hann á örmum sér yfir voðann. Guðni Franzson hefur skapað sýningunni hljóðheim sem er snilldin sjálf. Hann er afar hófstilltur og nær hátindi í eldmessunni, þar sem fjarlægir brestir og sprengingar í hrauneðjunni blandast saman við veikan en undurfagran flaututón úr fjarska. Vonin og fyrirheitið frammi fyrir dauðanum; pólarnir í sögu Eldklerksins og þess sem hann reisti líf sitt á.Niðurstaða: Afar vel heppnuð tilraun til að endursegja eitt af höfuðritum bókmenntanna og veita innsýn inn í eitt dramatískasta tímabil Íslandssögunnar. Gagnrýni Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Frægar í fantaformi Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Eldklerkurinn Höfundur og leikari: Pétur Eggerz.Leikstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.Leikmynd: Rósa Sigrún Jónsdóttir.Möguleikhúsið sýnir Eldklerkinn í Hallgrímskirkju. Sagan af séra Jóni Steingrímssyni, prófasti Vestur-Skaftfellinga, hefur lengi verið þjóðinni hugstæð. Myndin af honum og hinum litla söfnuði hans í kirkjunni á Klaustri í júní 1783, þegar hraunflóðið ryðst í átt að þeim við upphaf Skaftárelda og Móðuharðinda, hefur greypst í vitund hennar, þó að trúlega sé sú mynd nú orðin máð hjá mörgum. Prestur og söfnuður sameinast í heitri bæn til Guðs, en enginn flýr af hólmi, fólkið bíður æðrulaust sinna örlaga. Og sjá, að messugerð lokinni hefur hraunið stöðvast, almættisverk átt sér stað. Sjálfsævisaga séra Jóns, þar sem þessum atburðum og framhaldi þeirra, er ítarlega lýst, er eitt af merkisritum bókmenntanna, eflaust besta rit sinnar tegundar ásamt Dægradvöl Gröndals og sögu séra Árna eftir Þórberg. Þar sameinast mögnuð og dramatísk aldarfarslýsing náinni og opinskárri persónusögu höfundar, svo við fátt verður jafnað. Og það er vel til fundið hjá Pétri Eggerz að semja upp úr bókinni einleik sem dregur fram meginþræði sögunnar með eðlilegri áherslu á þær raunir sem á séra Jóni dynja, ekki aðeins af völdum náttúrunnar, heldur einnig og ekki síður hrokafullra stjórnarherra og lítilmótlegra sveitunga. Pétur stendur einn á sviðinu allan tímann og rekur atburði, jafnframt því sem hann dramatíserar valda kafla, fer í gervi Jóns og ýmissa sem á vegi hans verða. Hann fléttar inn í brot úr kveðskap Jóns um hamfarirnar, sýnir sterka guðstrú hans sem sjaldan bilar, léttir ömurleika sögunnar með hæfilegum skömmtum af gamansemi. Þessi handritsgerð öll er afburða vel heppnuð og Pétur er sjálfur góður sögumaður sem heldur okkur föstum í tvo klukkutíma með stuttu hléi. Möguleikhús hans hefur einkum sinnt börnum og þó þessi sýning höfði til allra, þyrfti hún umfram allt að ná yngstu kynslóðinni sem fátt veit enn um hin hörðu kjör forfeðra okkar. Textameðferð Péturs og framsögn er áheyrileg, en á til að verða eintóna, einkum þegar fram í sækir og lýsingarnar verða stórbrotnari. Það er ekki síst í köflunum eftir hlé að hann mætti draga af sér sem sögumaður, hægja á sér og standa kaldari gagnvart söguefninu sem eitt sér er kappnóg til að halda athygli okkar. Aðstæður í Hallgrímskirkju, þar sem leikið er, bjóða skiljanlega ekki upp á fjölbreytta ljósabeitingu sem sýningin hefði annars notið góðs af. Leikmunir eru örfáir og táknrænir: prédikunarstóll, ferðakista, bókakassi, brúnir að lit, á móti grænum baksviðsdúk með óljósu stafakroti: græn grundin á leið undir hraunið, letrið sem geymir minninguna, þráðinn sem eyðingaröflin fá, þrátt fyrir allt, ekki slitið. Það er mjög við hæfi að sýna í kirkju, en ég hygg þó að séra Jón hefði sjálfur saknað þess að sjá hvergi neitt krossmark á sviðinu, kennitákn þess sem bar hann á örmum sér yfir voðann. Guðni Franzson hefur skapað sýningunni hljóðheim sem er snilldin sjálf. Hann er afar hófstilltur og nær hátindi í eldmessunni, þar sem fjarlægir brestir og sprengingar í hrauneðjunni blandast saman við veikan en undurfagran flaututón úr fjarska. Vonin og fyrirheitið frammi fyrir dauðanum; pólarnir í sögu Eldklerksins og þess sem hann reisti líf sitt á.Niðurstaða: Afar vel heppnuð tilraun til að endursegja eitt af höfuðritum bókmenntanna og veita innsýn inn í eitt dramatískasta tímabil Íslandssögunnar.
Gagnrýni Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Frægar í fantaformi Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira