Úr þorpi við Djúp Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 27. nóvember 2013 10:00 1983 eftir Eirík Guðmundsson Bækur: 1983 Eiríkur Guðmundsson Bjartur Í nýjustu bók sinni rær Eiríkur Guðmundsson á velþekkt skáldskaparmið – æskan og ungdómsárin eru sem fyrr óþrjótandi uppspretta skáldskapar. Skáldsagan 1983 hnitast í kringum eitt ár í lífi tólf ára drengs sem býr í litlu þorpi við Djúp. Það er ekki laust við að þetta þorp minni um margt á Hverfið sem lýst er í annarri skáldsögu Eiríks, Undir himninum, og það er ekkert leyndarmál að fyrir kunnuga er þar Bolungarvík á níunda áratugnum lifandi komin. Þeir sem stunduðu skákæfingar í Sjómannastofunni og muna brunann mikla þegar skreiðargeymsla Einars Guðfinnssonar brann til kaldra kola haustið 1977 munu kannast við sig í sögunni. En þótt sumt orki kunnuglega á þá sem þekkja til er 1983 langt frá því að vera hefðbundin nostalgísk uppvaxtarsaga. Sögumaður er kominn aftur á æskuslóðirnar sem fullorðinn maður með gamalt segulbandstæki í farteskinu til að gera upp hluti úr fortíðinni. Fyrir því eru nokkrar ástæður, „að minnsta kosti ein þeirra er nokkuð stór“. Ástæðan stóra tengist stúlku í þorpinu, Henríettu Magnúsdóttur, sem hinn nafnlausi sögumaður dáir úr fjarska lengst af. Í sögunni er líka lýst ríkulegu innra lífi sögumanns og jaðarlífi hóps unglinga í þorpinu sem halda til í litlum skíðaskála þar sem dagar og kvöld líða við tóbaksreykingar og martinidrykkju. Í skíðakofanum og meðal vina sögumanns stækkar heimur sögunnar, sem hann reynir snemma að ná tökum á með því að skrásetja hann, draga upp kort af umhverfi sínu og reyna að festa það í orð. Eiríkur er flinkur stílisti og sögumaður 1983 lætur oft reyna hressilega á tungumálið og lesandann. Lotulangar setningar í löngum köflum án greinaskila einkenna bókina og textinn er stútfullur af tilvísunum í þann tíma sem hún lýsir, tónlist, bókmenntir, vörumerki og persónur úr samtíma hennar senda lesandann í ýmsar áttir og þótt umhverfið geti verið kunnuglegt er það líka framandi á stundum og hálf goðsagnalegt. Það eru glitrandi fallegar setningar í þessari bók og eftirminnilegar sviðsetningar og kaflar. Vandinn er sá að textinn er líka fullur af endurtekningum, sömu atburðir, tákn og fyrirbæri koma fyrir aftur. Smám saman dofnar yfir bókinni, sögumaður hættir að koma manni á óvart og bætir litlu við þá mynd sem dregin er upp í fyrstu köflum bókarinnar. Í lokin dregur til tíðinda í dulúðugum eftirmála en þar er líka býsna margt þokukennt og óljóst.Niðurstaða: Skáldsaga sem skrifuð er af töluverðri íþrótt en verður endurtekningasöm og dauf þegar á líður. Gagnrýni Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur: 1983 Eiríkur Guðmundsson Bjartur Í nýjustu bók sinni rær Eiríkur Guðmundsson á velþekkt skáldskaparmið – æskan og ungdómsárin eru sem fyrr óþrjótandi uppspretta skáldskapar. Skáldsagan 1983 hnitast í kringum eitt ár í lífi tólf ára drengs sem býr í litlu þorpi við Djúp. Það er ekki laust við að þetta þorp minni um margt á Hverfið sem lýst er í annarri skáldsögu Eiríks, Undir himninum, og það er ekkert leyndarmál að fyrir kunnuga er þar Bolungarvík á níunda áratugnum lifandi komin. Þeir sem stunduðu skákæfingar í Sjómannastofunni og muna brunann mikla þegar skreiðargeymsla Einars Guðfinnssonar brann til kaldra kola haustið 1977 munu kannast við sig í sögunni. En þótt sumt orki kunnuglega á þá sem þekkja til er 1983 langt frá því að vera hefðbundin nostalgísk uppvaxtarsaga. Sögumaður er kominn aftur á æskuslóðirnar sem fullorðinn maður með gamalt segulbandstæki í farteskinu til að gera upp hluti úr fortíðinni. Fyrir því eru nokkrar ástæður, „að minnsta kosti ein þeirra er nokkuð stór“. Ástæðan stóra tengist stúlku í þorpinu, Henríettu Magnúsdóttur, sem hinn nafnlausi sögumaður dáir úr fjarska lengst af. Í sögunni er líka lýst ríkulegu innra lífi sögumanns og jaðarlífi hóps unglinga í þorpinu sem halda til í litlum skíðaskála þar sem dagar og kvöld líða við tóbaksreykingar og martinidrykkju. Í skíðakofanum og meðal vina sögumanns stækkar heimur sögunnar, sem hann reynir snemma að ná tökum á með því að skrásetja hann, draga upp kort af umhverfi sínu og reyna að festa það í orð. Eiríkur er flinkur stílisti og sögumaður 1983 lætur oft reyna hressilega á tungumálið og lesandann. Lotulangar setningar í löngum köflum án greinaskila einkenna bókina og textinn er stútfullur af tilvísunum í þann tíma sem hún lýsir, tónlist, bókmenntir, vörumerki og persónur úr samtíma hennar senda lesandann í ýmsar áttir og þótt umhverfið geti verið kunnuglegt er það líka framandi á stundum og hálf goðsagnalegt. Það eru glitrandi fallegar setningar í þessari bók og eftirminnilegar sviðsetningar og kaflar. Vandinn er sá að textinn er líka fullur af endurtekningum, sömu atburðir, tákn og fyrirbæri koma fyrir aftur. Smám saman dofnar yfir bókinni, sögumaður hættir að koma manni á óvart og bætir litlu við þá mynd sem dregin er upp í fyrstu köflum bókarinnar. Í lokin dregur til tíðinda í dulúðugum eftirmála en þar er líka býsna margt þokukennt og óljóst.Niðurstaða: Skáldsaga sem skrifuð er af töluverðri íþrótt en verður endurtekningasöm og dauf þegar á líður.
Gagnrýni Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira