Óvinir Ríkisútvarpsins Mikael Torfason skrifar 7. desember 2013 06:00 Sátt um Ríkisútvarp í almannaeigu var ekki rofin með niðurskurðinum nú. Sáttin var rofin með ohf-væðingunni svokölluðu. Þá var tekin upp sú grímulasua stefna að um fyrirtæki í samkeppnisrekstri væri að ræða. Þess vegna borgar sig að segja upp dagskrárgerðarfólki á Rás 1 en hrófla ekki við markaðs- eða auglýsingadeildinni. Og þess vegna meta stjórnendur stofnunarinnar það svo að yfirboð á boltaleikjamótum úti í heimi séu fyllilega réttlætanleg. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér að samkeppni og Ríkisútvarp í allra eigu geta ekki farið saman. Sátt um Ríkisútvarpið hlýtur að snúast um að stofnunin sinni ákveðnu hlutverki og það hlutverk snýr einkum að umfjöllun um menningu og varðveislu menningarverðmæta. Þau okkar sem hafa bent á hvaða villigötum stofnunin er á eru ekki endilega óvinir Ríkisútvarpsins. Þau sem fylltu Háskólabíó í vikunni voru ekki að biðja um að Páll Magnússon útvarpsstjóri sækti það fastar að kaupa enska boltann á nýja íþróttarás Ríkisútvarpsins. Þau voru heldur ekki að óska eftir fleiri peningaþáttum á laugardagskvöldum eða að Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri keypti fleiri gamanþætti frá bandarískum sjónvarpsstöðvum. Krafa þessa fólks er sú að Ríkisútvarpið sinni hlutverki sínu; íslenskri menningu. Til þess þarf stofnunin ekki að herja á auglýsingamarkað, meðal annars í blóðugum slag við eigendur sína. Í raun er lítið mál að reka öflugt Ríkisútvarp, sem almenn sátt væri um, fyrir aðeins hluta af nefskattinum. Mörg gild rök hníga að því að Ríkisútvarp eigi fyllilega rétt á sér, en við eigum ekki að breyta Ríkisútvarpinu í Stöð 2 eins og reynt hefur verið að gera með misheppnuðum árangri síðustu ár. Sú vegferð hófst með ráðningu sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 í starf útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Stöðvar 2 í starf dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað á skynsamlegum nótum um Ríkisútvarpið á umliðnum dögum og vikum. Hann hefur staðið í fæturna þótt einhverjum hinna svokölluðu „vina“ Ríkisútvarpsins finnist eins og hann sé óvinurinn. Illugi vill ekki leggja stofnunina niður en hann virðist hafa þor til að endurhugsa hlutverk hennar, sem löngu er tímabært. Íslendingar hafa ekkert með Ríkisútvarp Páls Magnússonar að gera. Við þurfum öflugt Ríkisútvarp sem rekur sjónvarps- og útvarpsstöð sem lætur ekki afvegaleiðast og blindast í keppni á auglýsingamarkaði. Gott Ríkisútvarp á að losa sig við markaðs- og auglýsingadeildir og sinna því sem einkareknar stöðvar geta ekki sinnt. Ríkisútvarp er ekki fyrirtæki heldur stofnun sem á ekki að vera í samkeppnisrekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Sátt um Ríkisútvarp í almannaeigu var ekki rofin með niðurskurðinum nú. Sáttin var rofin með ohf-væðingunni svokölluðu. Þá var tekin upp sú grímulasua stefna að um fyrirtæki í samkeppnisrekstri væri að ræða. Þess vegna borgar sig að segja upp dagskrárgerðarfólki á Rás 1 en hrófla ekki við markaðs- eða auglýsingadeildinni. Og þess vegna meta stjórnendur stofnunarinnar það svo að yfirboð á boltaleikjamótum úti í heimi séu fyllilega réttlætanleg. Ekki þarf að velta því lengi fyrir sér að samkeppni og Ríkisútvarp í allra eigu geta ekki farið saman. Sátt um Ríkisútvarpið hlýtur að snúast um að stofnunin sinni ákveðnu hlutverki og það hlutverk snýr einkum að umfjöllun um menningu og varðveislu menningarverðmæta. Þau okkar sem hafa bent á hvaða villigötum stofnunin er á eru ekki endilega óvinir Ríkisútvarpsins. Þau sem fylltu Háskólabíó í vikunni voru ekki að biðja um að Páll Magnússon útvarpsstjóri sækti það fastar að kaupa enska boltann á nýja íþróttarás Ríkisútvarpsins. Þau voru heldur ekki að óska eftir fleiri peningaþáttum á laugardagskvöldum eða að Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri keypti fleiri gamanþætti frá bandarískum sjónvarpsstöðvum. Krafa þessa fólks er sú að Ríkisútvarpið sinni hlutverki sínu; íslenskri menningu. Til þess þarf stofnunin ekki að herja á auglýsingamarkað, meðal annars í blóðugum slag við eigendur sína. Í raun er lítið mál að reka öflugt Ríkisútvarp, sem almenn sátt væri um, fyrir aðeins hluta af nefskattinum. Mörg gild rök hníga að því að Ríkisútvarp eigi fyllilega rétt á sér, en við eigum ekki að breyta Ríkisútvarpinu í Stöð 2 eins og reynt hefur verið að gera með misheppnuðum árangri síðustu ár. Sú vegferð hófst með ráðningu sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 í starf útvarpsstjóra og dagskrárstjóra Stöðvar 2 í starf dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra hefur talað á skynsamlegum nótum um Ríkisútvarpið á umliðnum dögum og vikum. Hann hefur staðið í fæturna þótt einhverjum hinna svokölluðu „vina“ Ríkisútvarpsins finnist eins og hann sé óvinurinn. Illugi vill ekki leggja stofnunina niður en hann virðist hafa þor til að endurhugsa hlutverk hennar, sem löngu er tímabært. Íslendingar hafa ekkert með Ríkisútvarp Páls Magnússonar að gera. Við þurfum öflugt Ríkisútvarp sem rekur sjónvarps- og útvarpsstöð sem lætur ekki afvegaleiðast og blindast í keppni á auglýsingamarkaði. Gott Ríkisútvarp á að losa sig við markaðs- og auglýsingadeildir og sinna því sem einkareknar stöðvar geta ekki sinnt. Ríkisútvarp er ekki fyrirtæki heldur stofnun sem á ekki að vera í samkeppnisrekstri.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun