Verður hjá þjálfaranum um jólin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2013 07:00 Norðlendingurinn verður hjá þjálfara sínum um jólin. Aðsend mynd „Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“ Íþróttir Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira
„Ég náði betri árangri í fyrra og hitteðfyrra en þetta er besti árangurinn á þessu tímabili enn sem komið er,“ segir Brynjar Leó Kristinsson. Skíðagöngukappinn var við keppni í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Östersund í Svíþjóð um helgina þar sem hann hafnaði í 74. sæti. Fyrir árangurinn fékk hann 122 FIS-stig en Ólympíulágmarkið er 100 FIS stig eða færri. „Maður er alltaf að færast nær og nær. Þetta kemur allt saman. Ég hef enga trú á öðru,“ segir Brynjar Leó sem er í kapphlaupi við tímann að ná lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar. Brynjar Leó æfir hjá þjálfara sínum, Linus Davidsson, í Svíþjóð og voru þeir félagar að funda varðandi næstu vikur er blaðamaður sló á þráðinn. Ljóst er að Brynjar mun keppa á FIS-móti í Þýskalandi þann 22. desember. „Nú þarf maður að skoða skautamót sem gefa FIS-stig í Evrópu því það verður ekkert slíkt í Svíþjóð fyrr en á nýju ári,“ segir Brynjar Leó. Hann er mun sterkari í keppni þar sem skautað er en þar sem notast er við hefðbundna aðferð. Ljóst er að jólin verða því ekki í faðmi fjölskyldunnar norðan heiða. „Ég reikna með að verja jólunum í Sälen í Svíþjóð hjá fjölskyldu Linusar. Þar eru fínar aðstæður til að æfa,“ segir Brynjar Leó og hlær aðspurður hvort þjálfarinn sé búinn að ættleiða hann. „Svona nánast. Ég er mikið hjá þeim og þau hjálpa mér mikið.“ Skíðasamband Íslands fær aðeins þátttökurétt fyrir einn skíðagöngumann í Sochi eins og er. Sævar Birgisson hefur þegar tryggt sér þátttökurétt og Brynjar Leó er í kapphlaupi við tímann. Þeir félagar treysta á að Sævar nái að hífa sig upp í sæti innan við 300 á heimslistanum því þá fær Skíðasambandið þátttökurétt fyrir tvo keppendur. Brynjar Leó segir Sævar hafa verið í kringum sæti 400 við útgáfu síðasta lista. Góður árangur Sævars um helgina muni fleyta honum ofar á listann. „Ef maður stendur sig vel á til dæmis tveimur mótum getur maður flogið upp listann,“ segir Brynjar Leó. „Við erum mjög bjartsýnir á að það heppnist og þá verðum við báðir á leikunum.“
Íþróttir Mest lesið „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjá meira