Grunur um að vitnum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 07:00 Í þessu húsi á Stokkseyri fór hluti brotanna fram í svokölluðu Stokkseyrarmáli. Mynd/sigurjón Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús. Stokkseyrarmálið Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Grunur leikur á um að einhverjum vitnum og sakborningum í Stokkseyrarmálinu hafi verið hótað ofbeldi eða einhvers konar hefndaraðgerðum ef þau segðu rétt frá atburðum. Þriðja degi aðalmeðferðar málsins lauk í gær en þar gaf skýrslu vitni sem bar fyrir sig minnisleysi, þrátt fyrir að hafa gefið nokkuð nákvæma skýrslu um atburði hjá lögreglu við rannsókn málsins. Annað vitni hafði gert slíkt hið sama í sínum vitnisburði og bæði vitnin sögðust hafa verið undir áhrifum vímuefna þegar þau gáfu skýrslu hjá lögreglu. Þá neituðu þeir sakborningar sem ekki eru taldir höfuðpaurar í málinu að tjá sig nokkuð um þátt annarra en sinn eigin í árásunum og mannránunum. „Ástæða þess að óskað var eftir því að vitni fengju að gefa sínar skýrslur án þess að sakborningar væru viðstaddir er ótti þeirra við þessa menn og hefndaraðgerðir,“ sagði Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í samtali við Fréttablaðið.Helgi Magnús Gunnarsson er vararíkissaksóknari.Mynd/PjeturGreint var frá því í október að lögreglan hefði til rannsóknar líkamsárás á eitt lykilvitna málsins, húsráðanda í húsinu á Stokkseyri. Ráðist var á hann og brotnir á honum fingur og handarbak með hamri. Maðurinn hefur ekki enn látið sjá sig til að bera vitni fyrir héraðsdómi og mun halda til í Bandaríkjunum. Eitt fórnarlambið greindi frá því að skilaboðum hefði verið komið til hans um að „halda kjafti“.Vantar úrræði til verndar vitnumStaðan í íslensku réttarkerfi er með þeim hætti að óttist vitni hefndaraðgerðir ofbeldismanna standa lögregluyfirvöld úrræðalaus gagnvart slíkum hótunum. „Það vantar öll úrræði til þess að hægt sé að hjálpa þessu fólki. Til dæmis einhvers konar öryggishnapp sem fólk gæti fengið eða að lögregla hafi úrræði til að tryggja þessu fólki einhverja aðstoð,“ segir Helgi Magnús.
Stokkseyrarmálið Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira