Arnór: Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. desember 2013 07:30 Arnór Atlason Mynd/AFP „Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
„Ég var í uppstökki í lok æfingar þegar ég ég fann smell í kálfanum,“ segir Arnór Atlason en hann er nýjasta spurningamerkið í landsliðshópi Íslands fyrir EM í Danmörku. „Ég hugsaði að þetta gæti bara ekki verið að gerast svona rétt fyrir mót. Ég er búinn að vera á góðu róli og þetta er ömurlegt. Þetta mót hefur verið gulrótin mín síðustu mánuði þannig að það væri hræðilegt að missa af því. Ég er samt enn bjartsýnn.“ Læknar liðs Arnórs, St. Raphael, eru búnir að skoða hann og mynda. Arnór mun svo fara í fleiri rannsóknir. Niðurstöðurnar verða svo sendar heim til lækna íslenska landsliðsins.Verð í kapphlaupi við tímann „Ég verð að bíða og sjá hver staðan er. Ég mun líklega ekki skilja almennilega eðli meiðslanna fyrr en ég sest niður með læknunum heima. Þetta er vonandi tognun en ekki rifa í vöðvanum sjálfum. Þá er málið aðeins erfiðara,“ segir Arnór en er hann búinn að afskrifa EM ef hann er með rifinn vöðva? „Nei, alls ekki. Þetta mun samt alltaf verða kapphlaup við tímann. Sama hversu slæm meiðslin eru.“ Arnór mun missa af síðustu tveimur leikjum St. Raphael og heldur heim til Íslands á morgun. „Ég er því kominn í jólafrí snemma. Það verður svo að fara vel með sig yfir jólin. Ég verð bara að drekka grænan safa á aðfangadag,“ segir Arnór léttur. Hann varð fyrir því óláni að slíta hásin í nóvember í fyrra. Fyrir vikið var hann lengi frá. Hann flutti sig svo til Frakklands síðasta sumar og var varla kominn þangað er hann puttabrotnaði. Það varð þess valdandi að hann missti nánast af öllu undirbúningstímabilinu og hefur því þurft að vinna sig rólega inn í lið St. Raphael. „Þetta er búið að vera erfitt. Ég get ekki skrifað þessi meiðsl á álag. Ég hef aldrei verið undir minna álagi. Er að spila minna en ég er vanur og við erum heldur ekki í neinni Evrópukeppni. Þessi meiðsli skrifast því á óheppni frekar en eitthvað annað. Það er gjörsamlega óþolandi. Ég er samt til í að fórna öllu til þess að geta spilað með strákunum á EM í janúar,“ segir Arnór.Mynd/AFP
EM 2014 karla Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Fótbolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira