Nýtt ár – sama kjaftæðið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. desember 2013 06:00 Jæja, þá er komið að því. Nú árið er senn liðið og nýtt að ganga í garð með öllu sem því fylgir. Annálarnir fara að birtast hér og þar. Völvan skýtur upp kollinum (hvað gerir hún alla aðra daga?). Menn, konur og hetjur ársins verða til og Ríkisútvarpið býr sig undir áhorfstölur sem sjást enga aðra daga nema þennan eina klukkutíma á gamlárskvöld. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar birta líka greinar í blöðunum; formenn ríkisstjórnarflokkanna fjalla um hversu frábær ríkisstjórnin er en formenn stjórnarandstöðuflokkanna um það hvað hún er ömurleg. Nákvæmlega sömu greinar og í fyrra – nema nú hefur hlutverkunum verið víxlað. Þeir munu líka mæta í fjölmiðla á gamlársdag og ræða málin; formenn ríkisstjórnarflokkanna munu lýsa því yfir að þeir séu að bjarga landinu (jafnvel heimilunum) en formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ríkisstjórnin sé að fara með okkur þráðbeint til helvítis. Hljómar kunnuglega? Það ætti að gera það því við fáum að heyra þessa möntru á hverju einasta ári. Margir nota tækifærið sem áramótin geta verið sem nokkurs konar nýtt upphaf og strengja áramótaheit. Flestir vilja venja sig af einhverjum ósiðum; hætta að reykja, reyna að hreyfa sig meira, borða hollari mat eða vera duglegri í vinnunni. Svo eru aðrir sem reyna að gera sig að betri manneskjum; elska meira, fyrirgefa, hrósa, brosa og svo framvegis. Þessi ljúfa hefð virðist hafa farið fullkomlega fram hjá stjórnmálamönnunum okkar. Að minnsta kosti þetta með að standa sig betur í vinnunni, vera ekki þrasgjarn, dómharður eða hreint út sagt leiðinlegur við annað fólk. Því ef svo væri þá væri ekki hvert einasta ár í pólitíkinni eins og bíómyndin Groundhog Day; nýtt ár – nákvæmlega sama gamla kjaftæðið. Væri það nú ekki hressandi ef stjórnmálamennirnir okkar myndu fylgja fordæmi fjölmargra landsmanna og einsettu sér að verða örlítið betri hver við annan, betri manneskjur, á nýju ári? Við gerum ekki einu sinni þá kröfu að þeim myndi takast það – það að reyna væri alveg nóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun
Jæja, þá er komið að því. Nú árið er senn liðið og nýtt að ganga í garð með öllu sem því fylgir. Annálarnir fara að birtast hér og þar. Völvan skýtur upp kollinum (hvað gerir hún alla aðra daga?). Menn, konur og hetjur ársins verða til og Ríkisútvarpið býr sig undir áhorfstölur sem sjást enga aðra daga nema þennan eina klukkutíma á gamlárskvöld. Stjórnmálaleiðtogarnir okkar birta líka greinar í blöðunum; formenn ríkisstjórnarflokkanna fjalla um hversu frábær ríkisstjórnin er en formenn stjórnarandstöðuflokkanna um það hvað hún er ömurleg. Nákvæmlega sömu greinar og í fyrra – nema nú hefur hlutverkunum verið víxlað. Þeir munu líka mæta í fjölmiðla á gamlársdag og ræða málin; formenn ríkisstjórnarflokkanna munu lýsa því yfir að þeir séu að bjarga landinu (jafnvel heimilunum) en formenn stjórnarandstöðuflokkanna segja að ríkisstjórnin sé að fara með okkur þráðbeint til helvítis. Hljómar kunnuglega? Það ætti að gera það því við fáum að heyra þessa möntru á hverju einasta ári. Margir nota tækifærið sem áramótin geta verið sem nokkurs konar nýtt upphaf og strengja áramótaheit. Flestir vilja venja sig af einhverjum ósiðum; hætta að reykja, reyna að hreyfa sig meira, borða hollari mat eða vera duglegri í vinnunni. Svo eru aðrir sem reyna að gera sig að betri manneskjum; elska meira, fyrirgefa, hrósa, brosa og svo framvegis. Þessi ljúfa hefð virðist hafa farið fullkomlega fram hjá stjórnmálamönnunum okkar. Að minnsta kosti þetta með að standa sig betur í vinnunni, vera ekki þrasgjarn, dómharður eða hreint út sagt leiðinlegur við annað fólk. Því ef svo væri þá væri ekki hvert einasta ár í pólitíkinni eins og bíómyndin Groundhog Day; nýtt ár – nákvæmlega sama gamla kjaftæðið. Væri það nú ekki hressandi ef stjórnmálamennirnir okkar myndu fylgja fordæmi fjölmargra landsmanna og einsettu sér að verða örlítið betri hver við annan, betri manneskjur, á nýju ári? Við gerum ekki einu sinni þá kröfu að þeim myndi takast það – það að reyna væri alveg nóg.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun