NFL: Kaepernick vann í kuldanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2014 09:29 Mynd/AP Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers NFL Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Sjá meira
Tveir síðari leikirnir í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í NFL-deildinni fóru fram í gær. San Francisco 49ers og San Diego Chargers tryggðu sér þá sæti í undanúrslitum sinna deilda. 49ers vann nauman sigur á Green Bay Packers, 23-20, á útivelli með vallarmarki á lokasekúndu leiksins. Leikurinn fór fram í fimbulkulda, um fimmtán stiga frosti - 25 gráða frosti með vindkælingu. Liðin skiptust alls fjórum sinnum á að vera í forystu í leiknum en San Francisco fékk boltann þegar rúmar fimm mínútur voru eftir og staðan jöfn, 20-20. Colin Kaepernick, leikstjórnandi gestanna, stýrði lokasókninni hárrétt og sá til þess að sparkarinn Phil Dawson átti auðvelda vallarmarkstilraun fyrir höndum á lokasekúndum leiksins. Kaepernick var hvorki í síðum ermum né klæddur í hanska í leiknum og virtist ekki láta kuldann á sig fá. „Ég hef áður spilað í köldu veðri. Þetta snýst meira um andlegan styrk en nokkuð annað,“ sagði Kaepernick eftir leikinn. Leiktíðin hjá Green Bay einkenndist fyrst og fremst af meiðslum en leikstjórnandinn Aaron Rodgers missti af stórum hluta deildakeppninnar vegna viðbeinsbrots. Varnarmaðurinn Clay Thompson missti svo af leiknum í gær vegna meiðsla auk þess sem að tveir aðrir sterkir varnarmenn - Sam Shield og Mike Neal - fóru meiddir af velli. Þetta er annað árið í röð sem Kaepernick og lið hans slær Green Bay úr leik í úrslitakeppninni en 49ers fór þá alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Baltimore Ravens.Dawson fagnar eftir að hafa tryggt 49ers sigurinn.Mynd/AP Í hinum leik gærdagsins vann San Diego sigur á Cincinnati Bengals, 27-10. Sigurinn var öruggur eins og tölurnar gefa til kynna en mestu munaði um að Andy Dalton, leikstjórnandi Bengals, átti skelfilegan dag. Dalton kastaði boltanum tvívegis í hendur varnarmanna auk þess sem hann missti boltann einu sinni þar að auki eftir að hafa hlaupið með hann. Allt þetta gerðist í síðari hálfleik en Bengals var með 10-7 forystu í hálfleik. San Diego gerði allt rétt í síðari hálfleik og nýtti sér mistök Dalton til hins ítrasta. Philip Rivers, leikstjórnandi Chargers, spilaði af yfirvegun og sá til þess að hans menn unnu sinn fimmta leik í röð. Bengals hefur komist í úrslitakeppnina þrjú ár í röð en ávallt tapað sínum fyrsta leik þar. Liðið hefur nú ekki unnið leik í úrslitakeppni síðan 1990.Andy Dalton vill gleyma þessum leik sem fyrst.Mynd/AP San Francisco mætir Carolina Panthers í undanúrslitum NFC-deildarinnar um næstu helgi en San Diego leikur gegn ógnarsterku liði Denver í sinni undanúrslitaviðureign í AFC-deildinni.Leikirnir um næstu helgi:Laugardagur: 21.35: Seattle Seahawks - New Orleans Saints 01.15: New England Patriots - Indianapolis ColtsSunnudagur: 18.05: Carolina Panthers - San Francisco 49ers 21.40: Denver Broncos - San Diego Chargers
NFL Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann Fótbolti Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Fleiri fréttir Meiddist við að máta boli Karólína næstmarkahæst í Þjóðadeildinni Matic: „Onana er einn versti markvörður í sögu United“ Af hverju má Asensio spila í kvöld? McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters Ronaldo syrgir manninn sem uppgötvaði hann England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Sjáðu magnað mark Martínez gegn Bayern Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Sniðganga var rædd innan HSÍ Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Afturelding mætir Val í undanúrslitum „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Þarf alltaf að hugsa um það versta sem getur gerst“ „Ég hefði tekið þrjú stig í staðinn“ Sjáðu þrennu Karólínu Leu Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Sjá meira