Umfjöllun: Ísland- Þýskaland 24-32 | Strákarnir fengu stóran skell Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2014 16:30 Kári Kristjánsson skoraði fimm mörk fyrir íslenska liðið í kvöld. Mynd/NordicPhotos/Getty Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty EM 2014 karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið var skotið niður á jörðina í lokaleik sínum á fjögurra þjóða æfingamótinu í Þýskalandi í kvöld þegar liðið tapaði með átta marka mun á móti heimamönnum, 24-32. Íslenska liðið hefði tryggt sér sigur á mótinu með því að ná jafntefli í leiknum en þarf að sætta sig við annað sætið. Íslenska liðið vann tvo fyrstu leiki sína á mótinu þar af átta marka sigur á Austurríki í gær en strákarnir áttu aldrei möguleika á móti léttleikandi þýsku liði í Oberhausen. Þetta var síðasti undirbúningsleikur íslenska liðsins fyrir EM í Danmörku sem hefst eftir viku. Þjóðverjar tryggðu sér sigur á mótinu með þessum sigri en íslenska liðið endaði í öðru sæti. Austurríki fékk fjögur stig eins og Þýskaland og Ísland en Austurríkismenn voru með lökustu útkomuna í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Íslenska liðið var síðast yfir í leiknum í stöðunni 4-3 en þá komu sjö þýsk mörk í röð og Þjóðverjarnir voru með góð tök á leiknum það sem eftir var. Þjóðverjar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18-11, og skoruðu síðan þrjú fyrstu mörk seinni hálfleiksins. Eftir það var öll von úti hjá íslenska liðinu. Þórir Ólafsson lék ekki með íslenska liðinu í kvöld og Aron Pálmarsson var aðeins með á upphafsmínútunum en náði sér ekki á strik frekar en flestir aðrir leikmenn íslenska liðsins. Aron Rafn Eðvarðsson átti ágæta innkomu í íslenska markið en það dugði þó lítið til að hægja á þýska liðinu sem labbaði hvað eftir annað í gegnum íslensku vörnina. Snorri Steinn Guðjónsson og Kári Kristjánsson voru markahæstir hjá íslenska liðinu með fimm mörk hvor en fjögur mörk Snorra komu af vítalínunni. Kári Kristján Kristjánsson nýtti öll fimm skotin sín á línunni og fiskaði tvö víti að auki. Það var sama hvar var komið niður hjá þýska liðinu því það virtust allir leikmenn liðsins vera í stuði. Þýska liðið kláraði mótið með miklum glæsibrag því liðið vann Rússa og Íslendinga með samtals 17 mörkum í síðustu tveimur leikjum sínum. Íslenska liðið var án lykilmanna á mótinu því Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Atlason eru að reyna að ná sér góðum af meiðslum. Gott gengi íslenska liðsins í fyrstu tveimur leikjum gaf ástæðu til bjartsýni en leikurinn í kvöld var ekki til útflutnings. Liðið lærir vonandi af þessum skelli en það gekk bara ekkert upp hjá íslensku strákunum í þessum leik.Ólafur Bjarki Ragnarsson í leiknum í kvöld.Mynd/NordicPhotos/GettyDario Quenstedt var íslenska liðinu erfiður.Mynd/NordicPhotos/Getty
EM 2014 karla Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Fótbolti Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport Leik lokið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Körfubolti Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Íslenski boltinn „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Handbolti „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Strákarnir hans Guðmundar með frábæran stórsigur á GOG Allir Íslendingarnir skoruðu þegar Kolstad byrjaði úrslitakeppnina með stæl Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sjá meira