

Patrekur Jóhannesson verður ekki fyrsti Íslendingurinn til að stýra landsliði á móti Íslandi á stórmóti í karlahandboltanum þegar Austurríki mætir Íslandi í dag í milliriðli á EM í Danmörku.
Það mun mæða mikið á varnarmönnum íslenska liðsins í dag. Bæði Sverre Jakobsson og Vignir Svavarsson hafa verið að glíma við meiðsli en eiga að vera klárir í slaginn.
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari þurfti að gera eina breytingu á landsliðshópi sínum í morgun. Arnór Atlason getur ekki haldið áfram leik og í hans stað er kominn hægri hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson.
Björgvin Páll Gústavsson hefur verið í fínu formi á EM og átti stórleik í síðasta leik Íslands sem var gegn Spáni. Hann þarf að endurtaka þann leik gegn Austurríki í dag.
"Þetta er flott höll og það er víst mikil stemning hérna þannig að okkur hlakkar bara til," segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann mun glíma við arftaka sinn hjá Haukum, Patrek Jóhannesson, í dag.
Snorri Steinn Guðjónsson verður sem fyrr í lykilhlutverki hjá íslenska liðinu í dag er það mætir Austurríki í fyrsta leik liðanna í milliriðli á EM.
Gömlu landsliðsfélagarnir og vinirnir Aron Kristjánsson og Patrekur Jóhannesson mætast í dag með sitt landsliðið hvor. Báðir eru þeir mjög spenntir fyrir leik dagsins. Patrekur segir að þetta verði sérstök stund.
Aron Pálmarsson fékk frí frá æfingum í gær enda er hann ekki í neinu standi til þess að æfa. Hann varð fyrir enn frekari meiðslum í leiknum gegn Spáni.