Það leið yfir Kanadamanninn Frank Dancevic í öðru setti á móti Benoit Paire frá Frakklandi þegar Dancevic þurfti að spila leik í 42 gráðu hita og hann kvartaði yfir ómannúðlegum aðstæðum á vellinum í Melbourne.
Vatnflaska dönsku tennisstjörnurnar Caroline Wozniacki bráðnaði í sólinni og skórnir hans Jo-Wilfried Tsonga þoldu heldur ekki hitann.
Hin serbneska Jelena Jankovic brenndist á baki þegar hún settist í stólinn sinn þegar hlé var gert á leik hennar og Victoria Azarenka sem vann ástralska mótið í fyrra lýsti aðstæðunum eins og að vera að dansa á steikarpönnu.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir frá mótinu í dag.






