Dökkar hliðar Super Bowl leiksins í New Jersey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2014 20:59 Myndin tengist fréttinni óbeint. Nordicphotos/Getty 25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum. NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
25 ára gömul flutti hún til New York þar sem framundan var viðtal vegna starfs á hóteli. Þess í stað var byssu miðað að höfði hennar og hún neydd í vændi. Þannig hljóðar saga Shöndru Woworuntu frá Indónesíu sem hélt til Bandaríkjanna á vit ævintýranna árið 2001. Bankastarfskonan var færð á milli vændishúsa mánuðum saman. Loks tókst henni að flýja út um baðherbergisglugga á meðan vopnaður vörður svaf. Tólf árum síðar vinnur Shandra hörðum höndum að því að undirbúa um 3000 lögreglumenn og borgarstarfsmenn fyrir leikinn um Ofurskálina (Super Bowl) sem fram fer í New Jersey þann 2. febrúar. Markmiðið er að bera kennsl á fólk sem neytt hefur verið í mansal. Hundruð þúsund gesta er vænst á svæðið vegna leiksins þar sem slegið verður upp veislu í nokkra daga áður en flautað verður til leiks. Spurn eftir vændiskonum eykst til muna á svæðinu í aðdraganda leiksins. Hafa yfirvöld varað við því að glæpamenn muni nýta tækifærið og neyða fólk, sem flutt hefur verið ólöglega inn til landsins, til að selja líkama sinn. Hafnarstæðið og nánd við flugvelli gera New Jersey að kjörnum stað fyrir slíka starfsemi að því er Melania Corelick segir. Corelick er forsvarsmaður samtaka í New Jersey sem vinnur gegn mansali. „Markmiðið er að handtaka sem allra flesta í kringum leikinn um Ofurskálina og gera glæpamönnum sem stunda mansal eins erfitt fyrir og mögulegt er að flytja konur inn á svæðið,“ segir Corelick í viðtali við Reuters. Þótt vændi sé stórt vandamál eru fleiri hliðar á teningnum. Þannig er ólöglegir innflytjendur neyddir til að sinna öðrum störfum. Er fólk hvatt til að láta vita af grunsamlegum aðstæðum á mótelum, veitingastöðum eða hjá fólki í hreinsunarstörfum.
NFL Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Í beinni: Real Madrid - Girona | Spennan á Spáni heldur áfram Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Í beinni: Newcastle - Nottingham Forest | Áhugaverð viðureign á St James' Park Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Sú yngsta í sögunni til að vinna: „Var rosalega stressuð“ Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira