B5 ekki lengur að trufla metnaðarfulla blakmenn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 12. janúar 2014 12:08 Alexander (með boltann) og Ingólfur Mynd:Martin Alexanderson Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson hafa sett stefnuna í sænsku úrvalsdeildina í blaki með liði sínu Gautaborg United. Blaðamaður settist niður með þeim félögum ræddi gang mála hjá 1. deildar félaginu sem vann sér rétt til að leika í Alsvenskunni, næstefstu deild, fyrir áramót. Gautaborg vann miðriðil þriðju efstu deildar sænska blaksins fyrir áramót og er því eitt sex liða í Alsvenskunni sem keppir um réttinn til að leika við það lið sem hafnar í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið lék sinn fyrsta leik í Alsvenskunni í gær þegar liðið vann 3-0 sigur á Säters IF á heimavelli. „Við byrjum á hörkuleik við mjög sterkt lið úr norðurriðlinum,“ sagði Ingólfur við Vísi fyrir leikinn en tvö lið úr norður-, suður- og miðriðli unnu sér þátttökurétt í Alsvenskunni. Gautaborg United átti í smávægilegum vandræðum í upphafi leiktíðar en liðið tapaði þó aðeins einum leik í miðriðlinum. „Þetta var mjög erfitt í byrjun en um leið og við lærðum hver inn á annan og við lærðum tungumálið þá urðum við betri og betri og markmiðin skýrari. Við sjáum fram á að við getum náð þeim,“ segir Ingólfur en liðið hefur sett stefnuna beint upp í úrvalsdeildina.Formaðurinn vildi fá strákana „Í fyrstu umferðunum vorum við að spila liðið saman. Eina tapið okkar kom í þriðja leiknum. Liðinu var hent saman en eftir því sem við fengum meiri tíma og menn æfðu meira saman fór þetta að rúlla betur,“ segir Alexander. Eins og fyrr segir þá stefnir liðið beinustu leið upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári. En hvernig kom það til að þeir félagar gengu til liðs við þetta nýja félag? „Það kom upp þegar við fórum með landsliðinu að spila í Halmstad í Svíþjóð í undankeppni EM. Þar hittum við formanninn sem var að stofna félagið og í leit að leikmönnum. Við fórum út til reynslu í eina viku og spiluðum einn æfingaleik,“ segir Alexander. Þjálfari liðsins tilkynnti þeim eftir þriðju æfingu að hann vildi fá þá til liðs við félagið og stukku leikmennirnir ungu á það tækifæri.Öflugir styrktaraðilar handan við hornið „Það er pressa að fara upp. Það eru öflugir styrktaraðilar á bak við liðið sem koma inn þegar það fer upp,“ segir Alexander og Ingólfur bætir við; „Það er miklu stærri auglýsing að vera í úrvalsdeildinni. Þar eru leikir sýndir á Viasat.“ Þó liðið stefni upp í efstu deild þá er ekki hlaupið að því komast þangað. U-19 ára lið Svíþjóðar á fast sæti í úrvalsdeildinni og hafni 19 ára strákarnir í öðru tveggja neðstu sæta deildarinnar þá fellur aðeins eitt lið. Unglingaliðið hafnar að jafnaði í öðru hvoru neðstu sætunum. „Við þekkjum liðin í Alsvenskunni ekki mikið. Fjarlægðin á milli félaganna er mikil og því er þessu skipt svona, svo það sé ekki mikill ferðakostnaður allt tímabilið. Við sjáum á töflunum að þetta voru yfirburðalið í sínum riðlum,“ segir Alexander um væntanlega samkeppni um efsta sæti Alsvenskunnar.Betra blak en hér heima Þrátt fyrir að leika í neðri deildum sænska blaksins segja þeir félagar að standardinn á blakinu sé góður og leikirnir ágætlega sóttir. „Það eru töluvert fleiri áhorfendur á leikjunum okkar en heima á Íslandi en fjöldinn er misjafn eftir því hversu sterkur andstæðingurinn er. Það mæta ekki margir gegn lélegustu liðunum,“ segir Ingólfur. „Heilt yfir er neðri deildin úti betri en deildin hér heima. Slakasta liðið þar er á pari við einhver lið hér heima. Bestu liðin eru töluvert sterkari en liðin hér heima,“ bætir Ingólfur við.Hlaupið í kringum húsdýr Liðið æfir og keppir í Gautaborg en Alexander og Ingólfur búa í nálægð við smábæ sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá Gautaborg í bíl. „Það er mjög rólegt þarna og engar freistingar, ekkert B5 að trufla. Við getum keyrt í bæinn og farið í ræktina og keypt í matinn. Svo erum við með internet og sjónvarp,“ segir Alexander. Þeim félögum líkar það vel og segja einn helsta kostinn vera umhverfið þegar þeir fara út að hlaupa. „Þegar maður fer út að hlaupa þá hleypur maður framhjá öllum tegundum af húsdýrum sem maður getur hugsað sér,“ segir Ingólfur og broir við tilhugsunina.Læra eitthvað nýtt á hverri æfingu Þjálfari liðsins er frá Rússlandi en hann talar góða norsku. „Það er auðveldara að skilja hann en strákana frá suður Svíþjóð,“ segir Ingólfur. „Æfingarnar eru svo góðar að maður er alltaf spenntur, maður veit ekki hvað maður lærir næst.“ Bæði Ingólfur og Alexander spila flestar mínúturnar í leikjum Gautaborg United en liðið er ekki með mikla breidd. Ingólfur er uppspilari og Alexander miðjumaður. „Við höfum aldrei séð liðið án okkar en hinir leikmennirnir sáu mikinn mun. Það skipti miklu að fá uppspilara sem er stöðugur og getur spilað upp,“ segir Alexander. „Við höfum spilað meira og minna hverja einustu mínútu. Við erum með nokkra unga leikmenn sem æfa með okkur og eru fínir. Ekki nógu góðir núna en geta orðið góðir,“ segir uppspilari þessa stórhuga félags sem hefur sett á stefnuna að byrja með kvenna- og unglingalið áður en langt um líður. Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson hafa sett stefnuna í sænsku úrvalsdeildina í blaki með liði sínu Gautaborg United. Blaðamaður settist niður með þeim félögum ræddi gang mála hjá 1. deildar félaginu sem vann sér rétt til að leika í Alsvenskunni, næstefstu deild, fyrir áramót. Gautaborg vann miðriðil þriðju efstu deildar sænska blaksins fyrir áramót og er því eitt sex liða í Alsvenskunni sem keppir um réttinn til að leika við það lið sem hafnar í neðsta sæti úrvalsdeildarinnar um sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Liðið lék sinn fyrsta leik í Alsvenskunni í gær þegar liðið vann 3-0 sigur á Säters IF á heimavelli. „Við byrjum á hörkuleik við mjög sterkt lið úr norðurriðlinum,“ sagði Ingólfur við Vísi fyrir leikinn en tvö lið úr norður-, suður- og miðriðli unnu sér þátttökurétt í Alsvenskunni. Gautaborg United átti í smávægilegum vandræðum í upphafi leiktíðar en liðið tapaði þó aðeins einum leik í miðriðlinum. „Þetta var mjög erfitt í byrjun en um leið og við lærðum hver inn á annan og við lærðum tungumálið þá urðum við betri og betri og markmiðin skýrari. Við sjáum fram á að við getum náð þeim,“ segir Ingólfur en liðið hefur sett stefnuna beint upp í úrvalsdeildina.Formaðurinn vildi fá strákana „Í fyrstu umferðunum vorum við að spila liðið saman. Eina tapið okkar kom í þriðja leiknum. Liðinu var hent saman en eftir því sem við fengum meiri tíma og menn æfðu meira saman fór þetta að rúlla betur,“ segir Alexander. Eins og fyrr segir þá stefnir liðið beinustu leið upp í úrvalsdeildina á sínu fyrsta ári. En hvernig kom það til að þeir félagar gengu til liðs við þetta nýja félag? „Það kom upp þegar við fórum með landsliðinu að spila í Halmstad í Svíþjóð í undankeppni EM. Þar hittum við formanninn sem var að stofna félagið og í leit að leikmönnum. Við fórum út til reynslu í eina viku og spiluðum einn æfingaleik,“ segir Alexander. Þjálfari liðsins tilkynnti þeim eftir þriðju æfingu að hann vildi fá þá til liðs við félagið og stukku leikmennirnir ungu á það tækifæri.Öflugir styrktaraðilar handan við hornið „Það er pressa að fara upp. Það eru öflugir styrktaraðilar á bak við liðið sem koma inn þegar það fer upp,“ segir Alexander og Ingólfur bætir við; „Það er miklu stærri auglýsing að vera í úrvalsdeildinni. Þar eru leikir sýndir á Viasat.“ Þó liðið stefni upp í efstu deild þá er ekki hlaupið að því komast þangað. U-19 ára lið Svíþjóðar á fast sæti í úrvalsdeildinni og hafni 19 ára strákarnir í öðru tveggja neðstu sæta deildarinnar þá fellur aðeins eitt lið. Unglingaliðið hafnar að jafnaði í öðru hvoru neðstu sætunum. „Við þekkjum liðin í Alsvenskunni ekki mikið. Fjarlægðin á milli félaganna er mikil og því er þessu skipt svona, svo það sé ekki mikill ferðakostnaður allt tímabilið. Við sjáum á töflunum að þetta voru yfirburðalið í sínum riðlum,“ segir Alexander um væntanlega samkeppni um efsta sæti Alsvenskunnar.Betra blak en hér heima Þrátt fyrir að leika í neðri deildum sænska blaksins segja þeir félagar að standardinn á blakinu sé góður og leikirnir ágætlega sóttir. „Það eru töluvert fleiri áhorfendur á leikjunum okkar en heima á Íslandi en fjöldinn er misjafn eftir því hversu sterkur andstæðingurinn er. Það mæta ekki margir gegn lélegustu liðunum,“ segir Ingólfur. „Heilt yfir er neðri deildin úti betri en deildin hér heima. Slakasta liðið þar er á pari við einhver lið hér heima. Bestu liðin eru töluvert sterkari en liðin hér heima,“ bætir Ingólfur við.Hlaupið í kringum húsdýr Liðið æfir og keppir í Gautaborg en Alexander og Ingólfur búa í nálægð við smábæ sem er í um 40 mínútna fjarlægð frá Gautaborg í bíl. „Það er mjög rólegt þarna og engar freistingar, ekkert B5 að trufla. Við getum keyrt í bæinn og farið í ræktina og keypt í matinn. Svo erum við með internet og sjónvarp,“ segir Alexander. Þeim félögum líkar það vel og segja einn helsta kostinn vera umhverfið þegar þeir fara út að hlaupa. „Þegar maður fer út að hlaupa þá hleypur maður framhjá öllum tegundum af húsdýrum sem maður getur hugsað sér,“ segir Ingólfur og broir við tilhugsunina.Læra eitthvað nýtt á hverri æfingu Þjálfari liðsins er frá Rússlandi en hann talar góða norsku. „Það er auðveldara að skilja hann en strákana frá suður Svíþjóð,“ segir Ingólfur. „Æfingarnar eru svo góðar að maður er alltaf spenntur, maður veit ekki hvað maður lærir næst.“ Bæði Ingólfur og Alexander spila flestar mínúturnar í leikjum Gautaborg United en liðið er ekki með mikla breidd. Ingólfur er uppspilari og Alexander miðjumaður. „Við höfum aldrei séð liðið án okkar en hinir leikmennirnir sáu mikinn mun. Það skipti miklu að fá uppspilara sem er stöðugur og getur spilað upp,“ segir Alexander. „Við höfum spilað meira og minna hverja einustu mínútu. Við erum með nokkra unga leikmenn sem æfa með okkur og eru fínir. Ekki nógu góðir núna en geta orðið góðir,“ segir uppspilari þessa stórhuga félags sem hefur sett á stefnuna að byrja með kvenna- og unglingalið áður en langt um líður.
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira