Wawrinka rauk upp styrkleikalistann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2014 19:30 Stanislas Wawrinka með bikarinn sem hann fékk fyrir sigurinn í Melbourne um helgina. Vísir/Getty Roger Federer er ekki lengur besti tenniskappi Sviss samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins.Stanislas Wawrinka vann um helgina óvæntan sigur á Opna ástralska meistaramótinu með því að leggja Rafael Nadal að velli í úrslitaviðureigninni. Wawrinka, sem er 28 ára gamall, varð fyrsti maðurinn síðan 2009 utan „hinna fjögurra stóru“ sem vinnur stórmót í tennis. Þeir Federer, Nadal, Novak Djokovic og Andy Murray höfðu einokað alla stóru titlana í íþróttinni í tæp fjögur ár. Nadal er reyndar enn langefstur á styrkleikalistanum með 14.330 stig en næstur kemur Djokovic með 10.620 stig. Wawrinka er svo í þriðja sæti mmeð 5.710 stig en næstu menn á eftir eru á svipuðum slóðum. Federer hefur ekki verið neðar á listanum í tólf ár en hann situr nú í áttunda sæti. Hann tapaði fyrir Nadal í undanúrslitunum í Melbourne. Murray, sem situr í sjötta sætinu, var í öðru sæti listans síðasta sumar en missti af síðustu þremur mánuðum síðasta tímabils vegna bakmeiðsla og ekki komist lengra en í fjórðungsúrslit á síðustu tveimur stórmótum. Þess má geta að Wawrinka er fyrsti maðurinn síðan 1993 sem vinnur slær út efstu tvo menn heimslistans á sama mótinu. Sergi Bruguera gerði það síðast á Roland Garros þegar hann vann bæði Pete Sampras og Jim Courier.Efstu tíu á heimslistanum: 1. Rafael Nadal, Spáni 14.330 stig 2. Novak Djokovic, Serbíu 10.620 3. Stanislas Wawrinka, Sviss 5.710 4. Juan Martin del Potro, Argentínu 5.370 5. David Ferrer, Spáni 5.280 6. Andy Murray, Bretlandi 4.720 7. Tomas Berdych, Tékklandi 4.540 8. Roger Federer, Sviss 4.355 9. Richard Gasquet, Frakklandi 3.050 10. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 2.885 Tennis Tengdar fréttir Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun. 26. janúar 2014 11:13 Nadal kláraði Federer í þremur settum Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag. 24. janúar 2014 11:30 Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic. 21. janúar 2014 12:33 Federer mætir Nadal í undanúrslitum Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag. 22. janúar 2014 11:58 Svissneskur úrslitaleikur í Melbourne? Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 23. janúar 2014 22:55 Meistarinn úr leik á opna ástralska Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka. 22. janúar 2014 09:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Roger Federer er ekki lengur besti tenniskappi Sviss samkvæmt nýjum styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins.Stanislas Wawrinka vann um helgina óvæntan sigur á Opna ástralska meistaramótinu með því að leggja Rafael Nadal að velli í úrslitaviðureigninni. Wawrinka, sem er 28 ára gamall, varð fyrsti maðurinn síðan 2009 utan „hinna fjögurra stóru“ sem vinnur stórmót í tennis. Þeir Federer, Nadal, Novak Djokovic og Andy Murray höfðu einokað alla stóru titlana í íþróttinni í tæp fjögur ár. Nadal er reyndar enn langefstur á styrkleikalistanum með 14.330 stig en næstur kemur Djokovic með 10.620 stig. Wawrinka er svo í þriðja sæti mmeð 5.710 stig en næstu menn á eftir eru á svipuðum slóðum. Federer hefur ekki verið neðar á listanum í tólf ár en hann situr nú í áttunda sæti. Hann tapaði fyrir Nadal í undanúrslitunum í Melbourne. Murray, sem situr í sjötta sætinu, var í öðru sæti listans síðasta sumar en missti af síðustu þremur mánuðum síðasta tímabils vegna bakmeiðsla og ekki komist lengra en í fjórðungsúrslit á síðustu tveimur stórmótum. Þess má geta að Wawrinka er fyrsti maðurinn síðan 1993 sem vinnur slær út efstu tvo menn heimslistans á sama mótinu. Sergi Bruguera gerði það síðast á Roland Garros þegar hann vann bæði Pete Sampras og Jim Courier.Efstu tíu á heimslistanum: 1. Rafael Nadal, Spáni 14.330 stig 2. Novak Djokovic, Serbíu 10.620 3. Stanislas Wawrinka, Sviss 5.710 4. Juan Martin del Potro, Argentínu 5.370 5. David Ferrer, Spáni 5.280 6. Andy Murray, Bretlandi 4.720 7. Tomas Berdych, Tékklandi 4.540 8. Roger Federer, Sviss 4.355 9. Richard Gasquet, Frakklandi 3.050 10. Jo-Wilfried Tsonga, Frakklandi 2.885
Tennis Tengdar fréttir Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun. 26. janúar 2014 11:13 Nadal kláraði Federer í þremur settum Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag. 24. janúar 2014 11:30 Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic. 21. janúar 2014 12:33 Federer mætir Nadal í undanúrslitum Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag. 22. janúar 2014 11:58 Svissneskur úrslitaleikur í Melbourne? Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 23. janúar 2014 22:55 Meistarinn úr leik á opna ástralska Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka. 22. janúar 2014 09:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Vilja halda HM á hlaupabrettum Sjá meira
Wawrinka lagði Nadal | Fyrsti sigurinn á risamóti Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka vann sinn fyrsta sigur á risamóti í tennis þegar hann lagði spánverjann Rafael Nadal 3-1 í úrslitum opna ástralska meistaramótsins nú í morgun. 26. janúar 2014 11:13
Nadal kláraði Federer í þremur settum Spánverjinn Rafael Nadal er kominn í úrslitaleikinn í einliðaleik karla á opna ástralska mótinu í tennis eftir sannfærandi 3-0 sigur á Svisslendingnum Roger Federer í þremur settum í undanúrslitum mótsins í dag. 24. janúar 2014 11:30
Æsispenna þegar Wawrinka lagði Djokovic Svisslendingurinn Stanislas Wawrinka tryggði sér sæti í undanúrslitum á Opna ástralska meistaramótinu í tennis eftir maraþonviðureign við Serbann Novak Djokovic. 21. janúar 2014 12:33
Federer mætir Nadal í undanúrslitum Svisslendingurinn Roger Federer sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Andy Murray í átta manna úrslitum á Opna ástralska mótinu í tennis í dag. 22. janúar 2014 11:58
Svissneskur úrslitaleikur í Melbourne? Svo gæti farið að tveir svissneskir tenniskappar leiki til úrslita í einliðaleik karla á Opna ástralska meistaramótinu í tennis. 23. janúar 2014 22:55
Meistarinn úr leik á opna ástralska Meistararnir féllu úr keppni dag eftir dag á opna ástralska mótinu í tennis en í nótt tapaði Victoria Azarenka í átta manna úrslitum í kvennaflokki. Í gær féll karlameistarinn Novak Djokovic úr leik eftir óvænt tap á móti Svisslendingnum Stan Wawrinka. 22. janúar 2014 09:30