Um 600 þjóðernissinnar báru kyndla í borginni Lviv þann 29. janúar.vísir/afp
Mótmælin í Úkraínu héldu áfram í dag og forseti landsins, Viktor Janúkóvitsj, er lagstur í rúmið vegna kvefs. Óvíst er hvenær hann tekur til starfa að nýju. Mótmælendur krefjast þess að hann segi af sér.
Sérfræðingar segja átökin ramba á barmi borgarastyrjaldar en mótmælin hafa staðið yfir síðan í lok nóvember.
Mykola Azarov, forsætisráðherra Úkraínu, sagði af sér embætti í fyrradag, en með afsögn sinni vildi hann hjálpa til við að koma á friðsamlegum enda deilunnar. Þá hefur þing Úkraínu fellt úr gildi lög sem takmarka rétt fólks til mótmæla.
Þrír mótmælendur hafa látist í átökum við lögreglu eftir að hin umdeildu lög voru sett á fyrr í mánuðinum.
Á degi hverjum berast magnaðar myndir frá mótmælunum og sjá má nokkrar þeirra hér fyrir neðan.
Óeirðarlögregla í Kænugarði 28. janúar.vísir/afpLögreglumenn standa á móti vegatálma sem mótmælendurnir settu upp 28. janúar.vísir/afpMótmælandi fær sér smók við bálköst í miðborg Kænugarðs 30. janúar.vísir/afpKona stendur við vegatálma í miðborg Kænugarðs 30. janúar.vísir/afpKonur með styttu af Maríu mey biðja óeirðarlögreglu að hætta átökum sínum við mótmælendur.vísir/afpHlúð að sárum þingmanns eftir slagsmál í þinginu 16. janúar.vísir/afpFyrrverandi hnefaleikakappinn og einn helsti leiðtogi mótmælendanna, Vitali Klitschko, 30. janúar.vísir/afp