Verra fyrir sálina að vinna silfur en brons Andri Þór Sturluson skrifar 14. febrúar 2014 13:52 Þessi þykist vera ánægður en maður sér það í augunum, að hann er dauður að innan. Margt bendir til þess að það sé ömurlegt að vinna silfur á Ólympíuleikunum því einstaklingurinn sjálfur er gjarn á að rífa sig niður með hugsunum eins og „Ég hefði getað gert betur“ eða „Ég var svo nálægt,“. Þá er mikið skárra að fá bara bronsið, vera ánægður með það því gullið var bara ekki inn í myndinni. Maður er heppinn að fá eitthvað.Thomas Gilovich, sálfræðingur, við Cornell háskóla og aðstoðarmenn hans rannsökuðu á sínum tíma líðan þeirra sem unnið höfðu til verðlauna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og fylgdust með þegar þeim var tilkynnt hvaða sæti þeir lentu í og þegar tekið var við medalíum. Bronsverðlaunarhafar voru mikið ánægðari og leið betur heldur en silfurverðlaunahöfum og er það vegna þess sem sálfræðingar vilja kalla "counterfactual thinking". Það er þessi bölvaða tilfinning sem maður fær stundum þegar maður er fastur í að hugsa „hvað ef..?" Silfurverðlaunahöfum finnst þeir oft hafa verið óheppnir, þeir sviknir eða að gullverðlaunahafinn sé fáviti sem þeir hata. Best er náttúrulega að keppa aldrei í neinu og sitja bara og horfa á aðra gera það á meðan maður drekkur bjór. Annars útskýrir Seinfeld þetta vel hérna. Sá sem fær silfrið er lúser númer eitt. Harmageddon Mest lesið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Sannleikurinn: Eiður Smári leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn Harmageddon
Margt bendir til þess að það sé ömurlegt að vinna silfur á Ólympíuleikunum því einstaklingurinn sjálfur er gjarn á að rífa sig niður með hugsunum eins og „Ég hefði getað gert betur“ eða „Ég var svo nálægt,“. Þá er mikið skárra að fá bara bronsið, vera ánægður með það því gullið var bara ekki inn í myndinni. Maður er heppinn að fá eitthvað.Thomas Gilovich, sálfræðingur, við Cornell háskóla og aðstoðarmenn hans rannsökuðu á sínum tíma líðan þeirra sem unnið höfðu til verðlauna á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992 og fylgdust með þegar þeim var tilkynnt hvaða sæti þeir lentu í og þegar tekið var við medalíum. Bronsverðlaunarhafar voru mikið ánægðari og leið betur heldur en silfurverðlaunahöfum og er það vegna þess sem sálfræðingar vilja kalla "counterfactual thinking". Það er þessi bölvaða tilfinning sem maður fær stundum þegar maður er fastur í að hugsa „hvað ef..?" Silfurverðlaunahöfum finnst þeir oft hafa verið óheppnir, þeir sviknir eða að gullverðlaunahafinn sé fáviti sem þeir hata. Best er náttúrulega að keppa aldrei í neinu og sitja bara og horfa á aðra gera það á meðan maður drekkur bjór. Annars útskýrir Seinfeld þetta vel hérna. Sá sem fær silfrið er lúser númer eitt.
Harmageddon Mest lesið Púlsinn 19.ágúst 2014 Harmageddon Siggi Hakkari sakar Wikileaks um hroka Harmageddon Fór á fyllerí með David Grohl í tíunda bekk Harmageddon Segir Kristján Loftsson vera bæði hrokafullann og sjálfumglaðann Harmageddon Drekkur frekar bensín en að hlusta á viðtal við Arctic Monkeys Harmageddon "Var þunnur í fimm ár“ Harmageddon Sannleikurinn: Eiður Smári leiðir lista Framsóknarflokksins í Reykjavík Harmageddon Metallica ætlar að selja riff á Ebay Harmageddon Barði í Bang Gang í hljómsveit með Jean-Benoit úr Air Harmageddon Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn Harmageddon