Spólaðar Benz töskur Finnur Thorlacius skrifar 13. febrúar 2014 14:19 Hvaða bílaáhugamaður vill ekki eiga tösku með hjólfari eftir myndarlegt spól? Það heldur að minnsta kosti Mercedes Benz því þeir selja nú svokallaðar „Burn Out Bags“ í samstarfi við þýska tískumerkið Destroy vs. Beauty. Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska. En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna. Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.Leðrið lagt undir afturdekkið. Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent
Hvaða bílaáhugamaður vill ekki eiga tösku með hjólfari eftir myndarlegt spól? Það heldur að minnsta kosti Mercedes Benz því þeir selja nú svokallaðar „Burn Out Bags“ í samstarfi við þýska tískumerkið Destroy vs. Beauty. Framleiðsla taskanna fer þannig fram að hágæðaleður er lagt undir ofuröfluga Mercedes Benz bíla og spólað myndarlega á því. Það er síðan notað í stærstu fleti taskanna. Kaupendur geta valið allt frá smæstu minnistöskum til stórra ferðataska. En það er ekki ódýrt að skarta hágæðatösku sem spólað hefur verið á af Mercedes Benz CLS63 AMG Shooting Brake því þær kosta frá 122.000 til 308.000 króna. Áhugasamir hafa þó alltaf val um það að gera svona töskur sjálfir, hafi þeir yfir að ráð bíl sem spólað getur rösklega og yrði þær örugglega ódýrari fyrir vikið. Sjá má framleiðslu taskanna í myndskeiðinu.Leðrið lagt undir afturdekkið.
Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Konan er fundin Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent