Heimamenn stoltir af sínum mat 28. febrúar 2014 20:00 Breski sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott. Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til." Food and Fun Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Ainsley Harriott er breskur matreiðslumaður og heimsfrægur sjónvarpskokkur sem er staddur hér á landi meðal annars til að gera nýjan sjónvarpsþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi í haust. Hann tók til hendinni í Kaffivagninum fyrr í dag. „Ég kom hingað þar sem kokkurinn var að sýna mér þessar dásamlegu fiskibollur sem hann er að gera hérna. Og ég var auðvitað farinn að hjálpa til, kokkar hjálpa hver öðrum," sagði Ainsley hlæjandi þegar fréttastofa heimsótti hann í eldhúsið á Kaffivagninum. „Ég er búinn að vera að ferðast um allan heim við gerð þessarar nýju þáttaraðar og er búinn að fara til Istanbúl, Japan, Sikileyjar og fleiri staða og nú erum við á Íslandi. Tilgangurinn með þáttaröðinni er að sýna alvöru mat sem heimamenn borða í hverju landi fyrir sig. Venjulegan mat sem þú og ég borðum því fólk vill ekkert endilega alltaf fara á alla fínustu veitingastaðina þegar það er að ferðast á milli landa." Aisley segir gaman að upplifa að á öllum þeim stöðum sem hann hefur heimsótt séu heimamenn afar stoltir yfir matnum sínum. Og hann ætlar líka að nýta ferðina til Íslands í að vera dómari á Food and Fun hátíðinni sem nú stendur yfir. „Ég er oft spurður hvort það sé ekki reglulega gaman að dæma svona keppnir, ég er ekki viss um að mér finnist það alltaf. Mér líkar ekki tilhugsunin um að það sé hægt að sigra og tapa í matreiðslu, eins og víða er markaður fyrir, til dæmis í fjölda sjónvarpsþátta. Allir eru dæmdir fyrir það sem þeir gera og þá er ósanngjarnt að einhver tapi þegar allir eru að gera sitt besta. Ég held að það geti dregið úr fólki, sérstaklega þegar það er ungt. En það er auðvitað gaman þegar vakin er athygli á því sem er vel gert í keppnum af þessu tagi. Og ég hlakka mikið til."
Food and Fun Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira