„Komdu með vantraust, ég skora á þig“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. febrúar 2014 17:00 Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni. Mín skoðun Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar, segir það koma til greina að leggja fram vantrauststillögu gegn ríkisstjórninni í kjölfar þess að stjórnarflokkarnir ákváðu að draga til baka umsókn í Evrópusambandið. Þetta kom fram í þættinum Mín skoðun sem var á dagskrá Stöðvar 2 í dag, en þar ræddu þær Katrín og Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, um málið. Mikael Torfason, stjórnandi þáttarins, spurði Katrínu hvort til greina kæmi að leggja fram vantrauststillögu í ljósi þess að formenn beggja ríkisstjórnarflokkanna hefðu lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um málið í aðdraganda síðustu kosninga. „Það kemur náttúrulega allt til greina,“ sagði Katrín. „En miðað við hvernig þau hafa læst sig saman í þessu eru þau með 38 þingmenn. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn er svínbeygður þarna undir þannig að ég veit ekki hversu langt við kæmumst með vantraust.“ Katrín segist hafa miklar áhyggjur af áhrifunum sem málið gæti haft á EES-samninginn. „Ég hef verið í pólitík mjög lengi og mér hefur aldrei nokkurn tímann liðið þannig að mig hafi langað að leggja fram vantraust gegn ríkisstjórn, en ég vil það núna. Ástæðan? Það er ekkert plan lagt fram á meðan einu hurðinni að einhverjum möguleikum á nýjum gjaldmiðli er lokað. Svo hef ég miklar áhyggjur af áhrifunum á EES-samninginn, sem er okkur lífnauðsynlegur.“ Vigdís brást við þessum orðum Katrínar. „Komdu með vantraust, ég skora á þig,“ sagði Vigdís.Þátturinn í heild sinni.
Mín skoðun Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Sjá meira