„Við erum siðað fólk en ráðamenn okkar eru villimenn“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 20. febrúar 2014 15:34 „Ég er frá Úkraínu, er búsett í Kænugarði, og nú er ég stödd á Sjálfstæðistorginu í miðri heimaborg minni.“ Svona hefst ræða 25 ára gamallar konu í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli, en það er tekið á torginu þar sem nú standa yfir blóðugir bardagar milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði. Myndbandið hefur verið spilað tæplega 3,5 milljón sinnum á YouTube síðan það var sett inn fyrir tíu dögum. „Ég vil að þið vitið hvers vegna þúsundir manna í heimalandi mínu ganga nú um göturnar. Það er aðeins ein ástæða fyrir því. Við viljum frelsi frá ógnarstjórn. VIð viljum frelsi frá stjórnmálamönnum sem vinna aðeins í eigin þágu. Sem eru reiðubúnir að skjóta, berja og slasa fólk til þess að vernda fjármuni sína, hús og völd.“ Konan kemur ekki fram undir nafni af ótta við að það verði notað gegn sér, en skilaboðin eru skýr. Tökumaðurinn Ben Moses tók myndbandið og spjallar hann stuttlega um það á vef CNN. Konan segist óska þess að samlandar sínir geti lifað eðlilegu lífi. „Við erum siðað fólk en ráðamenn okkar eru villimenn. Þetta eru ekki Sovétríkin. Við viljum ekki spillingu í réttarkerfinu og við þráum frelsi.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Úkraína Tengdar fréttir Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag. 20. febrúar 2014 14:24 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Ástandið hérna er hrikalegt“ Hilmar Júlíusson er staddur í vinnuferð í Kænugarði í Úkraínu, þar sem mikil átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglumanna. Hann var heppinn að lenda ekki degi fyrr í Úkraínu. 18. febrúar 2014 22:08 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
„Ég er frá Úkraínu, er búsett í Kænugarði, og nú er ég stödd á Sjálfstæðistorginu í miðri heimaborg minni.“ Svona hefst ræða 25 ára gamallar konu í myndbandi sem vakið hefur mikla athygli, en það er tekið á torginu þar sem nú standa yfir blóðugir bardagar milli mótmælenda og lögreglu í Kænugarði. Myndbandið hefur verið spilað tæplega 3,5 milljón sinnum á YouTube síðan það var sett inn fyrir tíu dögum. „Ég vil að þið vitið hvers vegna þúsundir manna í heimalandi mínu ganga nú um göturnar. Það er aðeins ein ástæða fyrir því. Við viljum frelsi frá ógnarstjórn. VIð viljum frelsi frá stjórnmálamönnum sem vinna aðeins í eigin þágu. Sem eru reiðubúnir að skjóta, berja og slasa fólk til þess að vernda fjármuni sína, hús og völd.“ Konan kemur ekki fram undir nafni af ótta við að það verði notað gegn sér, en skilaboðin eru skýr. Tökumaðurinn Ben Moses tók myndbandið og spjallar hann stuttlega um það á vef CNN. Konan segist óska þess að samlandar sínir geti lifað eðlilegu lífi. „Við erum siðað fólk en ráðamenn okkar eru villimenn. Þetta eru ekki Sovétríkin. Við viljum ekki spillingu í réttarkerfinu og við þráum frelsi.“ Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Úkraína Tengdar fréttir Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag. 20. febrúar 2014 14:24 Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30 Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08 35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47 „Ástandið hérna er hrikalegt“ Hilmar Júlíusson er staddur í vinnuferð í Kænugarði í Úkraínu, þar sem mikil átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglumanna. Hann var heppinn að lenda ekki degi fyrr í Úkraínu. 18. febrúar 2014 22:08 „Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30 Mest lesið Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Misvísandi tölur um mannfall í Kænugarði: Meira en hundrað sagðir látnir Átökin milli mótmælenda og lögreglu í Úkraínu hafa harðnað mjög frá því í fyrradag. 20. febrúar 2014 14:24
Yfir þúsund manns særðust í Kænugarði Átök milli mótmælenda og lögreglu blossuðu upp í nótt. Að minnsta kosti 25 létust í miðborg Kænugarðs. 19. febrúar 2014 10:30
Tuttugu og fimm liggja í valnum í Kænugarði Að minnsta kosti tuttugu og fimm hafa fallið í átökum mótmælenda og lögreglu í Kænugarði í Úkraínu frá því í gær. Óeirðalögreglan gerði í morgun atlögu að strærstu búðum mótmælenda á Sjálfstæðistorginu í miðbænum. 19. febrúar 2014 07:08
35 sagðir látnir í Kænugarði Átökin milli mótmælenda og lögreglu héldu áfram í nótt og morgun þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé. 20. febrúar 2014 09:47
„Ástandið hérna er hrikalegt“ Hilmar Júlíusson er staddur í vinnuferð í Kænugarði í Úkraínu, þar sem mikil átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglumanna. Hann var heppinn að lenda ekki degi fyrr í Úkraínu. 18. febrúar 2014 22:08
„Það er verið að drepa saklaust fólk í einni af höfuðborgum Evrópu“ Ofbeldið í Kænugarði var rætt á Alþingi í dag. 19. febrúar 2014 16:30