„Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. mars 2014 11:06 Gunnar Einarsson bæjarstjóri verður í efsta sæti listans „Allir þeir sjálfstæðismenn á Álftanesi, sem ég hef heyrt í, eru ósáttir með uppröðunina á þessum lista,“ segir Sveinn Ingi Lýðsson, meðlimur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, um uppröðun á lista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Álftnesingum þykja þeir vera hlunnfarnir; enginn þeirra sem sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Álftaness er á listanum sem uppstillingarnefnd mun kynna í kvöld. „Það var ákveðið að fara ekki í prófkjör, heldur notast við uppstillingarnefnd til þess að raða á listann, meðal annars til þess að gæta þess að Álftnesingar ættu fulltrúa í efstu lögum listans,“ útskýrir Sveinn Ingi. Hann segir greinilegt að uppstillinganefnd hafi farið á skjön við þær forsendur sem henni hafi verið gefnar.Lifandi og kraftmiklir menn ekki á lista „Gengið var framhjá tveimur lifandi og kraftmiklum mönnum í Kristni Guðlaugssyni, sem var forseti bæjarstjórnar, og Kjartani Erni Sigurðssyni, sem var formaður bæjarráðs Álftaness fyrir sameiningu,“ segir Sveinn, en þess má einnig geta að Kjartan Örn var síðasti formaður Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi. Sveinn segir einnig skrýtið að gengið hafi verið framhjá einu konunni sem sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Álftaness, Hjördísi Jónu Gísladóttur. Sveinn tjáði sig um málið á bloggsíðu sinni.Sigldu þessu farsællega „Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í bæjarstjórn Álftaness árið 2010 og þá var fjárhagsstaðan ákaflega slæm, eins og flestir vita. Okkar kosningaloforð var að hægt yrði að kjósa um sameiningu, sem gekk eftir. Einnig var okkar stefna að gera sem best í því að lækka skuldir sveitarfélagsins. Kristinn og Kjartan sigldu þessu virkilega farsællega og allt sem við stefndum að gekk eftir. Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar fyrir mikla og góða vinnu. Okkur Álftnesingum finnst þetta ákaflega einkennilegt,“ segir Sveinn.Fyrrum sveitarstjóri snýr aftur Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Valur Gíslason, fyrrum sveitarstjóri Bessastaðahrepps og síðar Álftaness, vera í einu af efstu sætum listans. Sveinn segir mörgum þykja það sérstakt. „Ekki það að Gunnar Valur sé ekki góður maður. En hann hefur ekki komið nálægt bæjarpólitík síðan árið 2005. Á meðan gengið er framhjá mönnum sem hafa staðið sig mjög vel og sóttust eftir að fá að halda þeirri vinnu áfram. Menn sem að leiddu starfið okkar hérna á Álftanesi,“ segir Sveinn. Lítt umdeilda þríeykiðEins og Vísir greindi frá í gær, hafa Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson auk Sturlu Þorsteinssonar, hafnað sæti á listanum eftir að hafa verið boðið sæti neðarlega á honum. Sveinn Ingvi segir það vera mjög sérstakt hversu neðarlega þessir þrír menn voru settir. „Þeir Stefán og Páll hafa ásamt Erlingi Ásgeirssyni, leitt bæjarstjórnina í Garðabæ. Þetta þríeyki hefur verið lítt umdeilt og þeir hafa leitt starfið í Garðabæ afar farsællega. Erling ákvað að hætta og verður í heiðurssæti á listanum. En hinir tveir eru í fullu fjöri og sóttust eftir því að vera ofarlega á lista.“ „Sturla Þorsteinsson er að sama skapi mjög vinsæll og vel gerður maður. Honum var boðið áttunda sætið. Hann hefði vissulega átt að vera ofar á lista að margra mati,“ segir Sveinn Ingvi.Hitafundur í kvöld Í kvöld funda sjálfstæðismenn í Garðabæ um listann, í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ. Sveinn segist búast við miklum hitafundi. „Já, það er alveg ljóst að það verður hiti á fundinum. Listinn verður lagður fyrir og væntanlega samþykktur. Ég kemst ekki sjálfur, því miður. En er búinn að kalla inn varamann,“ segir hann. Gunnar Einarsson, bæjastjóri Garðabæjar og efsti maður á lista flokksins, neitaði að tjá sig um málið, þegar blaðamaður hafði samband við hann. Gunnar segist ekki vilja tjá sig um listann fyrr en að fundinum í kvöld lýkur. Ekki náðist í Sigurð Viðarsson, formann uppstillingarnefndarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
„Allir þeir sjálfstæðismenn á Álftanesi, sem ég hef heyrt í, eru ósáttir með uppröðunina á þessum lista,“ segir Sveinn Ingi Lýðsson, meðlimur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélagsins í Garðabæ, um uppröðun á lista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Álftnesingum þykja þeir vera hlunnfarnir; enginn þeirra sem sat fyrir Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórn Álftaness er á listanum sem uppstillingarnefnd mun kynna í kvöld. „Það var ákveðið að fara ekki í prófkjör, heldur notast við uppstillingarnefnd til þess að raða á listann, meðal annars til þess að gæta þess að Álftnesingar ættu fulltrúa í efstu lögum listans,“ útskýrir Sveinn Ingi. Hann segir greinilegt að uppstillinganefnd hafi farið á skjön við þær forsendur sem henni hafi verið gefnar.Lifandi og kraftmiklir menn ekki á lista „Gengið var framhjá tveimur lifandi og kraftmiklum mönnum í Kristni Guðlaugssyni, sem var forseti bæjarstjórnar, og Kjartani Erni Sigurðssyni, sem var formaður bæjarráðs Álftaness fyrir sameiningu,“ segir Sveinn, en þess má einnig geta að Kjartan Örn var síðasti formaður Sjálfstæðisfélagsins á Álftanesi. Sveinn segir einnig skrýtið að gengið hafi verið framhjá einu konunni sem sat fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Álftaness, Hjördísi Jónu Gísladóttur. Sveinn tjáði sig um málið á bloggsíðu sinni.Sigldu þessu farsællega „Sjálfstæðisflokkurinn komst aftur í bæjarstjórn Álftaness árið 2010 og þá var fjárhagsstaðan ákaflega slæm, eins og flestir vita. Okkar kosningaloforð var að hægt yrði að kjósa um sameiningu, sem gekk eftir. Einnig var okkar stefna að gera sem best í því að lækka skuldir sveitarfélagsins. Kristinn og Kjartan sigldu þessu virkilega farsællega og allt sem við stefndum að gekk eftir. Þessum kraftmiklu bæjarfulltrúum eru litlar þakkir sýndar fyrir mikla og góða vinnu. Okkur Álftnesingum finnst þetta ákaflega einkennilegt,“ segir Sveinn.Fyrrum sveitarstjóri snýr aftur Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Valur Gíslason, fyrrum sveitarstjóri Bessastaðahrepps og síðar Álftaness, vera í einu af efstu sætum listans. Sveinn segir mörgum þykja það sérstakt. „Ekki það að Gunnar Valur sé ekki góður maður. En hann hefur ekki komið nálægt bæjarpólitík síðan árið 2005. Á meðan gengið er framhjá mönnum sem hafa staðið sig mjög vel og sóttust eftir að fá að halda þeirri vinnu áfram. Menn sem að leiddu starfið okkar hérna á Álftanesi,“ segir Sveinn. Lítt umdeilda þríeykiðEins og Vísir greindi frá í gær, hafa Páll Hilmarsson og Stefán Konráðsson auk Sturlu Þorsteinssonar, hafnað sæti á listanum eftir að hafa verið boðið sæti neðarlega á honum. Sveinn Ingvi segir það vera mjög sérstakt hversu neðarlega þessir þrír menn voru settir. „Þeir Stefán og Páll hafa ásamt Erlingi Ásgeirssyni, leitt bæjarstjórnina í Garðabæ. Þetta þríeyki hefur verið lítt umdeilt og þeir hafa leitt starfið í Garðabæ afar farsællega. Erling ákvað að hætta og verður í heiðurssæti á listanum. En hinir tveir eru í fullu fjöri og sóttust eftir því að vera ofarlega á lista.“ „Sturla Þorsteinsson er að sama skapi mjög vinsæll og vel gerður maður. Honum var boðið áttunda sætið. Hann hefði vissulega átt að vera ofar á lista að margra mati,“ segir Sveinn Ingvi.Hitafundur í kvöld Í kvöld funda sjálfstæðismenn í Garðabæ um listann, í safnaðarheimilinu við Vídalínskirkju í Garðabæ. Sveinn segist búast við miklum hitafundi. „Já, það er alveg ljóst að það verður hiti á fundinum. Listinn verður lagður fyrir og væntanlega samþykktur. Ég kemst ekki sjálfur, því miður. En er búinn að kalla inn varamann,“ segir hann. Gunnar Einarsson, bæjastjóri Garðabæjar og efsti maður á lista flokksins, neitaði að tjá sig um málið, þegar blaðamaður hafði samband við hann. Gunnar segist ekki vilja tjá sig um listann fyrr en að fundinum í kvöld lýkur. Ekki náðist í Sigurð Viðarsson, formann uppstillingarnefndarinnar, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Tengdar fréttir Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna framboðslista sem uppstillingarnefnd flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Þrír bæjarfulltrúar hafa hafnað sæti á listanum. 3. mars 2014 16:21