Efri Haukadalsá í útboð Karl Lúðvíksson skrifar 19. mars 2014 17:16 Veiðisvæðið við Efri Haukadalsá er komið aftur í útboð en svo virðist sem ekki hafi tekist að loka samningum við hæstbjóðanda í útboðinu í haust. Frá þessu er greint á vef Landsambands Veiðifélaga, www.angling.is, og jafnframt tekið fram að skilafrestur tilboða er til 28. mars. Um er að ræða svæðið ofan við Haukadalsvatn og þí fylgir gott veiðihús. Veiðin er ágæt á þessu tveggja stanga svæði, nokkuð drjúgt veiðist gjarnan á hverju ári af sjóbleikju við ósinn á vatninu og svo er laxavon ofan vatns ágæt. Svæðið var eitt sinn hjá SVFR og var á þeim tíma vinsælt enda voru leyfin ekki dýr og stutt að fara frá Reykjavík. Það má klárlega reikna með því að stóru aðilarnir taki þátt í útboðinu þar sem eftirspurn eftir 2-3 stanga ám með veiðihúsi þar sem menn sjá um sig sjálfir hefur sjaldan verið meira. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði
Veiðisvæðið við Efri Haukadalsá er komið aftur í útboð en svo virðist sem ekki hafi tekist að loka samningum við hæstbjóðanda í útboðinu í haust. Frá þessu er greint á vef Landsambands Veiðifélaga, www.angling.is, og jafnframt tekið fram að skilafrestur tilboða er til 28. mars. Um er að ræða svæðið ofan við Haukadalsvatn og þí fylgir gott veiðihús. Veiðin er ágæt á þessu tveggja stanga svæði, nokkuð drjúgt veiðist gjarnan á hverju ári af sjóbleikju við ósinn á vatninu og svo er laxavon ofan vatns ágæt. Svæðið var eitt sinn hjá SVFR og var á þeim tíma vinsælt enda voru leyfin ekki dýr og stutt að fara frá Reykjavík. Það má klárlega reikna með því að stóru aðilarnir taki þátt í útboðinu þar sem eftirspurn eftir 2-3 stanga ám með veiðihúsi þar sem menn sjá um sig sjálfir hefur sjaldan verið meira.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði Of mikið veitt í Soginu Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Stóri sjóbirtingurinn mættur í Kjósina Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Elliðaárnar: 20 laxar klukkan fimm! Veiði