Rannsókn stendur yfir á fjölskylduaðstæðum og persónulegum högum flugmanna Boeing þotu Malaysia airlines en nú er talið að hvarf vélarinnar sé af mannavöldum.
Lögreglan í Malasíu lagði hald á flughermi á heimili annars flugmanna þotunnar sem hvarf á leið sinni til Peking fyrir meira en viku. Varnarmálaráðherra Malasíu sagði á blaðamannafundi í dag að leitarsvæði hefði nú verið stækkað og alls 25 lönd tækju nú þátt í leit að flugvélinni.
Tugir þúsunda söfnuðust saman í Vatíkaninu í Róm þegar Frans páfi bað fyrir farþegum vélarinnar og fjölskyldum þeirra í dag.
Í meðfylgjandi myndskeiði er einnig fjallað um eldflaugatilraunir Norður-Kóreu og hjólreiðamenn í Saó Páló sem hjóluðu naktir til að vekja athygli á tillitsleysi ökumanna.
