Freysi var gríðarlega vinsæll útvarpsþáttur á X-inu á fyrri hluta síðasta áratugar en honum stjórnaði að sjálfsögðu Andri Freyr Viðarsson sem nú gerir það gott í þættinum Virkum morgnum á Rás 2.
Þá voru stuðboltinn Stjáni Stuð og Soffía Sæta, kærastan hans, tíðir gestir á stöðinni og brölluðu þau þar ýmislegt sem hlustendur höfðu gaman af.