Messi með sögulega þrennu í sjö marka leik á Bernabéu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. mars 2014 00:01 Messi fagnaði en Ronaldo var svekktur. Vísir/Getty Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira
Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum Íslenski boltinn Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Íslenski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Í beinni: ÍBV - Fram | Kemur fyrsta markið á Þórsvelli? Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Sjá meira