Baldur Friggjar Óðinsson: Afgangur fer í góðgerðarmál Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 31. mars 2014 16:24 Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld. Stóru málin Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Þegar þetta er skrifað hafa Íslendingar sótt tæp 8% af þeim 10,5 milljón AURum sem huldumaðurinn Baldur Friggjar Óðinsson ákvað að gefa fólki búsettu á Íslandi. AUR er skammstöfun fyrir dulmálsmyntina Auroracoin en tæp vika er síðan Baldur opnaði leið fyrir Íslendinga að sækja sér aura. Baldur hefur lýst því yfir að ekki verði gefnir út fleiri en 21 milljón aura. Fólk búsett á Íslandi fær helminginn að gjöf. En ýmsir hafa velt því fyrir sér hvernig til standi að dreifa þeim aurum sem eftir verða þegar Íslendingar hafa sótt sína gjöf. Stóru málin hafa verið í tölvupóstssamskiptum við Baldur. Í einum póstinum lögðu Stóru málin fyrir hann spurningu frá Kjartan Sverrissyni, framkvæmdastjóra Guitarparty.com, en það er eitt þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að taka aura sem gilda greiðslu. Spurning Kjartans til Baldurs hljómar svona: „Eins og þetta er sett upp þá á að deila út peningunum eftir ákveðnum reglum og ef einhver afgangur er, þá á að eyða afgangnum, þannig að hann verði ekki í umferð. Ef planið gengur upp og Íslendingar verða meðvitaðir um að aurar hafi eitthvert gildi og það verði hægt að nota þá í verslun og þjónustu, þá væri Baldur hugsanlega að henda umtalsverðum fjárhæðum í stað þess að gera sjálfan sig sterkefnaðan. Hefur þú (Baldur) siðferðislegan styrk til að standa við það?“ Baldur svaraði í tölvupósti:„Ég hef útskýrt hvernig fer með afgang í smáatriðum hér.Ferlinu er skipt í 3 fjögurra mánaða skref. Í hverju skrefi gefst Íslendingum tækifæri á að sækja sér AUR. Verði meira en 6% af peningamagni eftir þegar þessi skref eru liðin, mun peningamagni umfram 6% eytt með sannanlegum hætti. M.a. verður lögð fram tillaga að breytingu á kóða kerfisins í þessum tilgangi. (Hver sem er getur lagt fram slíka tillögu, enginn hefur meira vægi en aðrir, ekki einu sinni ég. Notendur kerfisins þurfa að samþykkja breytinguna með því að uppfæra í nýja útgáfu.) Þeim 6% sem eftir eru verður skipt í tvennt. Annars vegar fara 3% til góðgerðarmála, sem Auroracoin samfélagið mun úthluta til. Hins vegar fara 3% til frekari þróunar kerfisins og hliðarþjónustu. Ég sé fyrir mér t.d. sjálfseignarstofnun sem gegnir þessu hlutverki.“Nánar verður fjallað um Auroracoin í Stóru málunum á Stöð 2, kl.19:20 í kvöld.
Stóru málin Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira