„Besta veganesti sem hægt er að gefa barni að biðja með því“ Frosti Logason skrifar 9. apríl 2014 16:37 MYND/ Kirkjan.is „Það að segja að Guð elski þig sem manneskju en fordæmi ástina sem þú berð... það er bara ofbeldi“ sagði Sigurvin Jónsson, sóknarprestur í Lauganeskirkju er hann mætti í spjall í útvarpsþáttinn Harmageddon í vikunni. Hann var þar kominn til þess að kynna sýningu kvikmyndarinnar God Loves Uganda sem sýnd var í kirkjunni í gær með pallborðsumræðum á eftir. Sigurvin er með frjálslyndari prestum Þjóðkirkjunnar en hann hélt meðal annars svokallaða Regnbogamessu á sama tíma og Biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir, ögraði samkynhneigðum með mætingu sinni á Hátíð vonar, þar sem heiðursgestur var sjónvarpspredikarinn Franklin Graham, en hann er heimsþekktur fyrir kröftugan áróður sinn gegn samkynhneigð. Sigurvin lýsti því yfir í viðtalinu að trúarlegur áróður gegn samkynhneigð væri ekkert annað en ofbeldi og var í kjölfarið spurður að því hvort hann væri ekki með þessu í mótsögn við trúsystkini sín og kennisetningar Biblíunnar. Sigurvin vildi meina að textar sem beri með sér andúð í garð samkynhneigðar, sem til að mynda má finna í Páli Postula og þriðju Mósebók, hefðu aldrei verið miðlægir í kristnum átrúnaði fyrr enn bara núna nýlega, og þá til þess eins að berja á samkynhneigðum. Hann sagði Biblíunna ekki vera fullkomið rit enda snérist málið ekki um það heldur hvernig hún væri notuð. Það væri aldrei réttlætanlegt að nota Biblíuna til þess að berja á fólki. Þegar Sigurvin var spurður út í heimsóknir hans í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og hvort hann teldi það eðlilegt að vera með trúboð á slíkum vettvangi sagðist hann vera þeirrar trúar að besta veganesti sem hægt væri að gefa börnum væri að biðja með þeim. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér. Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon
„Það að segja að Guð elski þig sem manneskju en fordæmi ástina sem þú berð... það er bara ofbeldi“ sagði Sigurvin Jónsson, sóknarprestur í Lauganeskirkju er hann mætti í spjall í útvarpsþáttinn Harmageddon í vikunni. Hann var þar kominn til þess að kynna sýningu kvikmyndarinnar God Loves Uganda sem sýnd var í kirkjunni í gær með pallborðsumræðum á eftir. Sigurvin er með frjálslyndari prestum Þjóðkirkjunnar en hann hélt meðal annars svokallaða Regnbogamessu á sama tíma og Biskupinn yfir Íslandi, Agnes M. Sigurðardóttir, ögraði samkynhneigðum með mætingu sinni á Hátíð vonar, þar sem heiðursgestur var sjónvarpspredikarinn Franklin Graham, en hann er heimsþekktur fyrir kröftugan áróður sinn gegn samkynhneigð. Sigurvin lýsti því yfir í viðtalinu að trúarlegur áróður gegn samkynhneigð væri ekkert annað en ofbeldi og var í kjölfarið spurður að því hvort hann væri ekki með þessu í mótsögn við trúsystkini sín og kennisetningar Biblíunnar. Sigurvin vildi meina að textar sem beri með sér andúð í garð samkynhneigðar, sem til að mynda má finna í Páli Postula og þriðju Mósebók, hefðu aldrei verið miðlægir í kristnum átrúnaði fyrr enn bara núna nýlega, og þá til þess eins að berja á samkynhneigðum. Hann sagði Biblíunna ekki vera fullkomið rit enda snérist málið ekki um það heldur hvernig hún væri notuð. Það væri aldrei réttlætanlegt að nota Biblíuna til þess að berja á fólki. Þegar Sigurvin var spurður út í heimsóknir hans í leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og hvort hann teldi það eðlilegt að vera með trúboð á slíkum vettvangi sagðist hann vera þeirrar trúar að besta veganesti sem hægt væri að gefa börnum væri að biðja með þeim. Hægt er að hlusta á allt viðtalið hér.
Harmageddon Mest lesið Sannleikurinn: Engeyjarættin stórgræðir á að smita börn af einhverfu Harmageddon Sannleikurinn: ASÍ - Launþegar 14:17 Harmageddon Nýtt myndband Kiriyama Family frumsýnt á Vísi Harmageddon Söngvari Stone Roses vitni í kynferðisafbrotamáli Harmageddon Íslenski hesturinn þekktur í þýsku teknó senunni Harmageddon Harmageddon fer til Grænlands Harmageddon Vínilplatan snýr aftur Harmageddon Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Páll Óskar á æfingu með Spilverki þjóðanna Harmageddon Framtíðin veltur á kakkalökkum Harmageddon