Matur

Léttir sprettir: Hollari kjötbollur

Friðrika Hjördís Geirsdóttir skrifar

Hérna er ég búin að prótín og trefjabæta kjötbollur með hoummus.

Bollurnar eru himnenskar á bragðið hvort sem er inni í vefju eða einar og sér. Afganginn af hoummusinu er svo hægt að nota sem ídýfu eða í vefjuna sjálfa. Bráðhollar vefjur með kjötbollum og lárperusósu.

Hoummus

1 dós niðursoðnar kjúklingabaunir, skolaðar og vatnið sigtað frá

2 msk gróft hnetusmjör

1 1/2 msk sítrónusafi

2 hvítlauksrif, pressuð

1/2 tsk cumin krydd

1/2 tsk kóríanderkrydd

1/2 tsk papríkukrydd

3-4msk ólífuolía salt og nýmalaður pipar

Skellið öllu saman í matvinnsluvél og blandið vel saman.


Tengdar fréttir

Léttir sprettir - Allir á iði

Bein tengsl eru milli hreyfingu barna og foreldra, því meira sem foreldrarnir hreyfa sig því meira eru börnin á iði.








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.