Íslendingar á Facebook ósáttir með ummæli Sigmundar Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar 1. apríl 2014 23:19 Sigmundur segir ýmis tækifæri felast í hnattrænni hlýnun fyrir Íslendinga. Vísir/Daníel Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“ Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira
Íslendingar hafa ausið úr skálum reiði sinnar á Facebook eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tjáði sig um umhverfismál við fréttastofu Ríkisútvarpsins í dag. Margir segjast vona að ummælin séu aprílgabb, en aðrir segja þau hreina svívirðu. Í viðtalinu sagði Sigmundur að þó svo að hnattræn hlýnun jarðar væri alvarlegt fyrirbæri skapaði það ýmis tækifæri fyrir Ísland. Hér væri þá hægt að auka matvælaframleiðslu og auka útflutning. Sigmundur vísar til bókar eftir Laurence C. Smith þar sem segir að árið 2050 verði hagsæld á átta norðurlöndum en lönd við miðbaug muni glíma við vosbúð sökum hlýnunarinnar. „Ísland var eitt af þessum átta löndum framtíðarinnar. Bent er á að það séu augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu,“ sagði Sigmundur. „Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurning er að aukast.“ Ráðherrann sagði orkuframleiðslu hérlendis líklega þá umhverfisvænustu í heimi. Þó þyrfti að nýta endurnýjanlega orkugjafa meira til að knýja bíla og skip. Ýmsir Íslendingar tjáðu sig um ummælin í gegnum stöðuuppfærslur á Facebook. Fréttastofa Vísis tók saman þau helstu hér fyrir neðan.Kristinn Hrafnsson, rannsóknarblaðamaður sagði: „Einungis pólitískur fábjáni lætur það út úr sér að dekkstu spár um hörmungar mannskyns, með hungursneyð, styrjöldum og dauða, feli í sér stórfelld jákvæð sóknarfæri fyrir íslenska ullarþjóð. Framlag framsóknar, undir leiðsögn Bessastaðabóndans, til að takast á við komandi skelfingu heimsins er að gíra sig inn á að græða sem mest á eymdinni. Nei, þetta er ekki bjánaháttur, heldur miklu fremur vitfirring, sprottin af hreinræktaðri og alíslenskri heimsku.“Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar sagði: „Þetta hlýtur að vera aprílgabb forsætisráðherra að tala um tækifæri Íslands í loftlagsbreytingum. Þessar loftlagsbreytingar eru mest á okkar ábyrgð, enda þyrfti 10 jarðir ef við myndum bjóða öðrum jarðarbúum upp á lífstíl Íslendinga. Við völdum náttúruhamförum og þurfum að hægja á - ekki hlaupa eftir "tækifærunum".“Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna sagði: „Oft hef ég verið ósammála Sigmundi Davíð en nú tekur steininn úr. Að fagna tækifærum Íslendinga vegna aukinnar misskiptingar og hungursneyðar í þróunarlöndum er beinlínis skammarlegt.“Illugi Jökulsson, fjölmiðlamaður og rithöfundur, sagði : „Ég las hér á Facebook að forsætisráðherra hefði sagt einhvers staðar að í því fælust „mikil tækifæri fyrir Ísland“ að vistkerfi heimsins væru í stórhættu vegna hlýnunar af mannavöldum. Oft hefur nú Sigmundur Davíð komist óheppilega að orði, svo vægt sé til orða tekið, en ég trúi því samt ekki að þetta hafi hann sagt! Plís, segið mér að þetta sé aprílgabb!“Guðmundur Hörður Guðmundsson, formaður Landsverndar sagði: „Ég hljóp 1. apríl. Sá þessa frétt og hljóp alveg brjálaður niður í Stjórnarráð þar sem forsætisráðherra stóð brosandi í dyrunum og sagði að auðvitað væri ekki til slík smásál sem notfærði sér fréttir af yfirvofandi hörmungum stórs hluta mannkyns til að plögga sérhagsmunum virkjanaiðnaðarins og bænda.“
Loftslagsmál Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Fleiri fréttir Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Sjá meira