Illa farið með Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 1. apríl 2014 13:45 Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Voða gaman hlýtur að vera að aka um götur stórborga á einum af dýrustu bílum heims, en gamanið getur kárnað ef nota á allt aflið sem þessi Lamborghini Aventador býr yfir í miðborg London. Ökumaður Aventador bílsins fékk að finna fyrir því að götur miðborgar London eru ekki svo heppilegar til að prófa og sýna afl hans. Hann er reyndar ekki á neinni ofurferð, en á þessari mjóu götu er alltaf hætta á að aðrir bílar frá hliðargötum átti sig ekki á hve hratt hann nálgast. Það gerist einmitt hér og fyrir vikið fer þessi 700 hestafla bíll í smá flugferð. Fyrst rekst hann á Mazda5 bíl, tekur flugið og svífur á BMW bíl. Því skemmist hann beggja vegna að framan og þurfti að draga bílinn af staðnum. Enginn meiddist í árekstrinum, nema ef til vill budda eigandans.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent