Guðni undir feldi Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2014 13:14 Fari Guðni fram og nái inn er ekki loku fyrir það skotið að hann komist í oddastöðu og gæti þannig orðið borgarstjóri í Reykjavík. Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Ljóst er að ákvörðun Óskars Bergssonar þess efnis að draga sig í hlé sem leiðtogi framsóknarmanna í Reykjavík svo skömmu fyrir sveitarstjórnarkosningar hefur komið flatt uppá forystu Framsóknarflokksins. Enn hefur ekki verið kynntur nýr framboðslisti þrátt fyrir að Óskar hafi sagt sig frá baráttunni þann 3. apríl. Ekki hefur náðst í Þóri Ingþórsson, formann kjördæmasambands Framsóknarflokksins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu og því ekki vitað hvenær nýr leiðtogi verður kynntur til sögunnar.Mikill þrýstingur og atgangur Ýmsir hafa verið nefndir til sögunnar, svo sem Vigdís Hauksdóttir en hún sagði, í samtali við Vísi, að ekkert mál væri að rífa upp fylgi þó skammur tími væri til stefnu. Óskar mat það sem svo í yfirlýsingu sinni að hann ætti ekki hljómgrunn meðal kjósenda. Eftir því sem dagarnir hafa liðið hefur nafn Guðna Ágústssonar fyrrverandi ráðherra og formanns flokksins verið nefnt æ oftar. Vísi tókst að ná tali af Guðna nú fyrir stundu. „Ég ligg undir feldi. Það mun ekkert liggja fyrir um þetta í dag en þrýstingurinn er mikill og atgangurinn. Einhverjir hafa trú á því að karlinn geti eitthvað ennþá,“ sagði Guðni. Vefmiðillinn Eyjan, sem hefur sýnt það að undanförnu að vera með góð tengsl inn í Framsóknarflokkinn, spáir í spilin og telur góða möguleika á því að Guðni fari fram. Og, þó hann þekki ekki vel til innri mála Reykjavíkur þá ætti það ekki að koma að sök því svo var einnig um Jón Gnarr borgarstjóra. Eyjan segir þannig óbeint að Guðni gæti orðið nýr Jón Gnarr. Þá gerir Eyjan því skóna að Guðni muni njóta fulltingis kosningamaskínu Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, en Guðni á hönk upp í bakið á honum sem einn hans helsti stuðningsmaður:Guðni nýr Jón Gnarr „Guðni er geysivinsæll, nýtur stuðnings fólks úr öllum flokkum og kann sannarlega að gera lífið skemmtilegra. Hann er að sönnu ekki endilega á heimavelli þegar kemur að borgarpólitíkinni, en gilti það sama ekki um Jón Gnarr fyrir fjórum árum? Orðið á götunni er að framboð Framsóknarflokksins með Guðna Ágústsson sem oddvita myndi hleypa miklu lífi í annars frekar daufa kosningabaráttu í borginni. Guðni kann vel að koma fyrir sig orði og hann gæti hæglega stolið senunni í umræðuþáttum eða fjölmennum vinnustaðafundum, sem geta oft verið martröð hins óþekkta frambjóðanda. Að ekki sé talað um, ef fram sem horfir, að kosningamaskína Ólafs Ragnars Grímssonar forseta, verði ræst út fyrir bóndasoninn frá Brúnastöðum.“ Svo mörg voru þau orð hins pólitíska greinanda Eyjunnar.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira