Teitur: Geng stoltur út í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. apríl 2014 22:07 Teitur á hliðarlínunni í sínum síðasta leik með Stjörnunni. vísir/valli „Þetta er hrikalega svekkjandi en að sama skapi er ég stoltur af strákunum að hafa gefið þessu séns. Við komumst ansi langt þrátt fyrir mörg áföll á leiðinni," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld. „Þeir voru einfaldlega of sterkir fyrir okkur þótt það munaði litlu. Það munar tveimur körfum að við séum búnir að vinna þrjá leiki en ekki þeir," Þrátt fyrir að hafa verið undir mest allan leikinn í kvöld börðust lærisveinar Teits allt til lokaflautsins og mátti minnstu muna að þeir hefðu náð að kreista fram framlengingu. „Það er risastórt hjarta í þessu liði. Það verður auðveldara að vakna í fyrramálið og þú veist að allir lögðu sig fram frekar en að einhver hafi haldið aftur af sér. Við börðumst og gerðum allt sem við gátum en það gekk ekki gegn góðu KR liði sem við skilum hamingjuóskum til og óskum alls hins besta í framhaldinu," Leikurinn í kvöld var síðasti leikur Teits með Stjörnuliðið eftir fimm ár. „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mest allan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbygginguni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta," Teitur gengur stoltur maður út úr Ásgarði í kvöld. „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana "Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. 13. apríl 2014 22:04 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
„Þetta er hrikalega svekkjandi en að sama skapi er ég stoltur af strákunum að hafa gefið þessu séns. Við komumst ansi langt þrátt fyrir mörg áföll á leiðinni," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, svekktur eftir tapið gegn KR í kvöld. „Þeir voru einfaldlega of sterkir fyrir okkur þótt það munaði litlu. Það munar tveimur körfum að við séum búnir að vinna þrjá leiki en ekki þeir," Þrátt fyrir að hafa verið undir mest allan leikinn í kvöld börðust lærisveinar Teits allt til lokaflautsins og mátti minnstu muna að þeir hefðu náð að kreista fram framlengingu. „Það er risastórt hjarta í þessu liði. Það verður auðveldara að vakna í fyrramálið og þú veist að allir lögðu sig fram frekar en að einhver hafi haldið aftur af sér. Við börðumst og gerðum allt sem við gátum en það gekk ekki gegn góðu KR liði sem við skilum hamingjuóskum til og óskum alls hins besta í framhaldinu," Leikurinn í kvöld var síðasti leikur Teits með Stjörnuliðið eftir fimm ár. „Hjartað í liðinu í dag eru sömu mennirnir og voru þegar ég kom og við erum að spila svipað kerfi mest allan tímann. Liðið og deildin á sama tíma hefur dafnað frá því að ég tók við Stjörnunni og það hefur verið gaman að fylgjast með uppbygginguni. Liðið hefur unnið tvö silfur og tvo bikarmeistaratitla og vonandi búið að festa sig í sessi í körfubolta," Teitur gengur stoltur maður út úr Ásgarði í kvöld. „Algjörlega, stoltur og þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Allir vinirnir sem maður er búinn að eignast hérna, það situr eftir í manni," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana "Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. 13. apríl 2014 22:04 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01 Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Körfubolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Finnur: Magni var eins og löggan á Lækjartorgi á morgnana "Þetta var frábær sigur á hörku góðu liði í hörku góðri stemmingu, hvar getur maður verið annars staðar en í skýjunum," sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR sáttur eftir sigurinn á Stjörnunní í kvöld. Sigurinn kom KR í úrslitaeinvígi Dominos-deildar karla. 13. apríl 2014 22:04
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - KR 89-90 | KR komið í úrslit KR tryggði sæti sitt í úrslitum Dominos-deild karla með naumum sigri á Stjörnunni í háspennuleik í Ásgarði. Þrátt fyrir að hafa klúðrað tækifærum á vítalínunni til að gera út um leikinn var það sóknarfrákast KR-inga þegar 3,2 sekúndur voru eftir sem gerði út um leikinn. 13. apríl 2014 00:01