Oddviti Íbúahreyfingarinnar: "Á betri stað en hjá Samfylkingu“ 9. maí 2014 11:29 Sigrún Pálsdóttir hættir í Samfylkingu. Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Sigrún H. Pálsdóttir er nýr oddviti M-lista íbúahreyfingarinnar í sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ. Jón Jósef Bjarnason, sá sem leiddi listann síðast, skipar annað sætið. Sigrún H. Pálsdóttir hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Samfylkinguna lengi, verið vefstjóri flokksins og situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna. Sigrún segir vistaskiptin ánægjuleg fyrir sig og telur sig vera á betri stað en hjá Samfylkingu. „Ég er á mjög góðum stað núna. Það hefur öllum verið ljóst að ég hef náin tengsl við Íbúahreyfinguna, þetta eru vinir mínir og síðan á ég einnig systur í hreyfingunni,“ segir Sigrún. „Ég fékk þetta góða boð frá Íbúahreyfingunni, þau hafa lengi boðið mér að vera með þeim á lista. Svo buðu þau mér bara mikið betur en Samfylkingin.“ Sigrún segir stöðuna innan Samfylkingarinnar allt aðra eftir oddvitaskipti þar. Jónas Sigurðsson, bæjarfulltrúi flokksins hættir sem oddviti og Anna Sigríður Guðnadóttir tók við keflinu. „Nú er uppi allt önnur staða eftir að Jónas fer. Samfylkingin bauð mér 14. sætið sem mér fannst ekki endurspegla þá vinnu sem ég var búinn að leggja leggja á mig fyrir Samfylkinguna á kjörtímabilinu.“ Íbúahreyfingin náði þeim árangri í síðustu kosningum að verða annað stærsta stjórnmálaaflið í Mosfellsbæ með 15,2% atkvæða og einn bæjarfulltrúa kjörinn. Opnir og lýðræðislegir stjórnarhættir eru mikið hagsmunamál fyrir íbúa að mati Íbúahreyfingarinnar því þeir stuðla að málefnalegri meðferð mála og réttlátari og hagkvæmari ráðstöfun fjár. Ráðandi öfl fá þannig aðhald og verða síður ofurseld þrýstingi sérhagsmunaaðila. listi íbúahreyfingarinnar: 1. sæti. Sigrún H. Pálsdóttir, verkefnisstjóri og leiðsögumaður 2. sæti. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og hluthafi hjá IT ráðgjöf ehf. 3. sæti. Hildur Margrétardóttir, myndlistarkona og kennari 4. sæti. Jón Jóhannsson, glerlistamaður og garðyrkjubóndi 5. sæti. Birta Jóhannesdóttir, leiðsögumaður og klínískur tannsmiður 6. sæti. Þórður Björn Sigurðsson, mannfræðingur 7. sæti. Úrsúla Jünemann, kennari og leiðsögumaður 8. sæti. Jóhannes B. Eðvarðsson, húsasmíðameistari 9. sæti. Kristín I. Pálsdóttir, bókmenntafræðingur 10. sæti. Emil Pétursson, húsasmíðameistari 11. sæti. Alma Ósk Guðjónsdóttir, leikskólakennari 12. sæti. Páll Kristjánsdóttir, hnífasmiður 13. sæti. Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistarkona og verkstæðisstýra 14. sæti. Valdís Steinarrsdóttir, skyndihjálparkennari 15. sæti. Sigrún Guðmundsdóttir, umhverfis- og auðlindafræðingur 16. sæti. Soffía Alice Sigurðardóttir, leiðsögumaður og listakona 17. sæti. Ellen Ruth Ingimundardóttir, dýralæknir 18. sæti. Ingimar Sveinsson, fv. bóndi og kennari í hestafræðum Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira