Volkswagen græðir á Audi og Porsche Finnur Thorlacius skrifar 6. maí 2014 13:15 Audi S3 Cabriolet. Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Fyrsti ársfjórðungur Volkswagen bílasamstæðunnar var gjöfull og þar hjálpaði mikið góður árangur Audi og Porsche. Hagnaður jókst um 22% frá fyrra ári og nam hann 485 milljörðum króna fyrir skatta, þó svo velta fyrirtækisins hafi einungis vaxið um 3% á þessum fyrsta ársfjórðungi ársins. Aukin sala bíla Audi ( 12%) og Porsche (5%) í Evrópu auk góðrar sölu þessara bílamerkja á öðrum mörkuðum vógu mikið, en Volkswagen merkið sjálft skilaði 25% minni hagnaði en árið áður og nam aðeins 68 milljörðum, eða 14% heildarhagnaðarins. Starfsemi Audi lagði hinsvegar til 202 milljarða króna og Porsche 108 milljarða króna til móðurfélagsins. Bentley skilaði einnig hagnaði uppá 7 milljarða króna og Skoda 29 milljarða. Seat var eina undirmerki Volkswagen samstæðunnar sem var rekið með tapi, uppá 5,5 milljarða, en tap þess minnkaði þó um 22% milli ára. Mikill hagnaður er af hverjum bíl sem Porsche selur.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent