Ólík kynlöngun Sigga Dögg kynfræðingur skrifar 22. maí 2014 09:00 Kynlíf er meira en bara samfarir. Mynd/Getty Algengt umkvörtunarefni para er ólík kynlöngun, einn aðili vill meira kynlíf en hinn. Þá er gjarnan sagt að hjá hamingjusömu pari þá skýrir kynlífið aðeins 10% af sambandsánægjunni. Þegar sambandið gengur illa þá verður kynlíf oft 90% af vandamálinu. Kynlíf er því eitthvað sem fólk þarf að koma sér saman um og vera sátt við. Margir vilja fá meðaltal yfir samfarir svo þau hafi eitthvað til að miða sig við en slíkt meðaltal segir afskaplega takmarkað því einstaklingsmunur er svo mikill. En til að þér líði aðeins betur þá hafa bandarískar og breskar rannsóknir fundið allt frá einar samfarir í viku til einu sinni í mánuði sem algengt meðaltal. Þættir eins og barneignir, aldur og sambandslengd spila svo hér inn í. Í þessum samræðum er gott að byrja á byrjuninni; hvað flokkast sem kynlíf? Í hugum margra eru kynlíf = samfarir en kynlíf er í raun svo miklu miklu meira. Kynlíf getur verið allskonar gælur sem einstaklingum þykja ánægjuleg, s.s. sjálfsfróun, gælur við kynfæri með höndum og/eða munni. Tíðni samfara algengur mælikvarði á kynlíf og ánægju fólks með kynlífið sitt í rannsóknum. Rannsóknir hafa sýnt að þau pör sem komu sér saman um tíðni samfara voru ánægðari með kynlíf sitt, ekki endilega þau pör sem stunduðu mesta kynlífið. Því má leyfa sér smá kelerí, svona eins og þegar þú steigst þín fyrstu skref í kynlífi, áður en farið var í samfarir þá var kelað. Lykilinn hér eru samræður, spyrðu og segðu. Hér eru nokkrar setningar sem gott getur verið að sníða að sér til að koma samræðunum af stað. „Æ ástin mín, ég veit að við höfum ekki stundað kynlíf í smá tíma en ég vil að þú vitir að ég hugsa enn um þig kynferðislega og mig langar í þig og mig langar að við finnum okkur tíma fyrir smá kelerí“ „Ég hugsaði um þig í sturtu áðan og það fór bara fiðringur um mig“ „Má ég dekra aðeins við þig, mig langar bara að þú slappir af og leyfir mér að gera“ Spurningar sem þið getið notað við spjallið ykkar, og munið þetta er spjall en ekki yfirheyrsla: Hvað er kynlíf fyrir þér? Ert þú ánægð/ur með kynlífið okkar? Finnst þér við stunda kynlíf nægilega oft? Hvaða tíma dags langar þig mest til að stunda kynlíf? Er eitthvað sem þig langar að prófa? Hvað finnst þér best (eða er í uppáhaldi) við kynlífið okkar? Hvaða kynlífsstund sem við höfum átt er þér sérstaklega eftirminnileg? Reynið að halda ykkur á jákvæðu nótunum og leyfið samræðunum að þróast. Kynlíf er jú ekkert annað í grunninn en samræður. Heilsa Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Algengt umkvörtunarefni para er ólík kynlöngun, einn aðili vill meira kynlíf en hinn. Þá er gjarnan sagt að hjá hamingjusömu pari þá skýrir kynlífið aðeins 10% af sambandsánægjunni. Þegar sambandið gengur illa þá verður kynlíf oft 90% af vandamálinu. Kynlíf er því eitthvað sem fólk þarf að koma sér saman um og vera sátt við. Margir vilja fá meðaltal yfir samfarir svo þau hafi eitthvað til að miða sig við en slíkt meðaltal segir afskaplega takmarkað því einstaklingsmunur er svo mikill. En til að þér líði aðeins betur þá hafa bandarískar og breskar rannsóknir fundið allt frá einar samfarir í viku til einu sinni í mánuði sem algengt meðaltal. Þættir eins og barneignir, aldur og sambandslengd spila svo hér inn í. Í þessum samræðum er gott að byrja á byrjuninni; hvað flokkast sem kynlíf? Í hugum margra eru kynlíf = samfarir en kynlíf er í raun svo miklu miklu meira. Kynlíf getur verið allskonar gælur sem einstaklingum þykja ánægjuleg, s.s. sjálfsfróun, gælur við kynfæri með höndum og/eða munni. Tíðni samfara algengur mælikvarði á kynlíf og ánægju fólks með kynlífið sitt í rannsóknum. Rannsóknir hafa sýnt að þau pör sem komu sér saman um tíðni samfara voru ánægðari með kynlíf sitt, ekki endilega þau pör sem stunduðu mesta kynlífið. Því má leyfa sér smá kelerí, svona eins og þegar þú steigst þín fyrstu skref í kynlífi, áður en farið var í samfarir þá var kelað. Lykilinn hér eru samræður, spyrðu og segðu. Hér eru nokkrar setningar sem gott getur verið að sníða að sér til að koma samræðunum af stað. „Æ ástin mín, ég veit að við höfum ekki stundað kynlíf í smá tíma en ég vil að þú vitir að ég hugsa enn um þig kynferðislega og mig langar í þig og mig langar að við finnum okkur tíma fyrir smá kelerí“ „Ég hugsaði um þig í sturtu áðan og það fór bara fiðringur um mig“ „Má ég dekra aðeins við þig, mig langar bara að þú slappir af og leyfir mér að gera“ Spurningar sem þið getið notað við spjallið ykkar, og munið þetta er spjall en ekki yfirheyrsla: Hvað er kynlíf fyrir þér? Ert þú ánægð/ur með kynlífið okkar? Finnst þér við stunda kynlíf nægilega oft? Hvaða tíma dags langar þig mest til að stunda kynlíf? Er eitthvað sem þig langar að prófa? Hvað finnst þér best (eða er í uppáhaldi) við kynlífið okkar? Hvaða kynlífsstund sem við höfum átt er þér sérstaklega eftirminnileg? Reynið að halda ykkur á jákvæðu nótunum og leyfið samræðunum að þróast. Kynlíf er jú ekkert annað í grunninn en samræður.
Heilsa Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira